Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1933, Page 9

Skinfaxi - 01.04.1933, Page 9
SKINFAXI 9 Drengurinn, sem kvæ'ðið lýsir, er borgarbarn, sem flækist um, — einstæðingurinn stefnulausi, soltinn, skítugur, hálfnakinn og veiklaður al' því „að draga fram lífið um daunill og forug torg, og berjast af grimmd, eins og skynlaus skepna, við skítinn i stórri borg.“ — Þessi vesalingur, „sonur syndar og nektar sýgur hvern fingur til blóðs“ og fyllist nú hatri til alls og allra, lærir að nota öll tækifæri til þess að svíkja, blekkja, Ijúga og stela, en felur sig loks í dimmunni ■og finnur svívirðinguna læðast kringum sig. — „Hann sparkar i heiminn með þrjózku þrælsins og þó er hann — saklaust barn.“ Þetta saklausa barn —- þetta „liorbein úr spilltri þjóð“ verður loks að grimmu óarga dýri og svo kem- ur þessi ógnar lýsing og dómadags ádeila: --------„Það vefur sig upp eins og eiturnaðra, sem átti að verða sál.“ Kvæðið endar á þessum ljóðlinum: Hann er nú rúmlega ellefu ára og ósköp stuttur og mjór. En þjóðin mun læra að þekkja hann betur, þegar hann verður stór.“ Myndin er tæpast íslenzk, sem betur fer, en liún er •ægileg og ljóslifandi. Mörg önnur kvæði í bókinni eru með svipaðri stefnu. Má þar til nefna kvæðið „Jón Sigurðsson“, sem fæddist 17. september, og fór í hundana, „Atvinnulaus“, partar úr kvæðinu „Ivarl faðir minn“ o. fl. Þá eru sum kvæðin með glettnisyfirbragði t. d. „Imba“. Imba er vinnukona, sem eignast dreng með prestinum, húsbónda sínum, en hann segir Simba fjósa- manni að eiga þann litla labbakút. Presturinn sýnir svo

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.