Skinfaxi - 01.04.1933, Síða 20
20
SKINFAXI
brátt gildi sínu. Það cr ekki þess megnugt að veita þá
uppbyggingu, sem því var ætlað. Því verður það engis
virði. Þá leitar sá maður, sem fjárráð liefir, gjarnan
að öðrum skemmtiefnum, sem föl eru við fé. En óhjá-
kvæmilega verður liann leiður á þeim öllum, ef hann
þarf ekki að starfa til að njóta þeirra, eða þau stinga
vilja lians svefnþorn og villa vitund hans eins og nautn
áfengis og tóljaks. Sá maður, sem lifir einungis til þess,
að njóta lifsins, glatar gjarnan manndómi sinum í til-
gangsleysinu. Hann verður átlavilltur af stefnulausu
reiki. Hann skortir hátt lakmark, liugsjón og alla þá
festu og styrk sem slíkt veitir. Það fer því yfirleitl svo,
að þessi flokkur myndar eyðslusaman cða rótlítinn
nantnalýð, með minnkandi atgervi og manndómi.
Þá cr annar flokkurinn, þeir, sem þrá meira hóglífi
og eyðslufé en kostur er á við alþýðleg kjör. Þeir menn
leila ýmsra ráða. Sumir afla sér lærdóms til að lifa af.
Þeir stunda skólanám, án þess að finna hjá sér nokkra
köllun til að vinna þau störf, sem lærdómurinn opnar
þeim leiðir að. Það er jafnan háskalegt, þegar þesshátt-
ar menn komast í trúnaðarstöður. Þó cr e. t. v. enn
meira tjón að hinum, sem óheppnir eru og ekki kom-
ast i embætti, heldur lifa á margskonar snöpum og
hraski. Nota þeir oft þekkingu sina til að gerast sníkju-
dýr og blóðsugur á þjóðfélaginu og það samvizkulaust,
])ó að ]>eir standi í þakklætisslculd við þjóðfélagið fyrir
þekkinguna. Er það hæði litilmennska og illmennska,
að launa svo gott með illu. Fremstir í þessari fylkingu
eru svonefndir brennivínslæknar. Afsökun Iiafa þessir
lærdómshraskarar þó eina, að þeir bera ekki skyn á
grundvöll samfélagsins. Þeir þekkja ekki skyldur sínar.
Öðrum er ekki sýnt um nám og velja því aðrar leiðir
að sama marki. Ráðast þeir tíðum í fjárgróðafyrirtæki
og cr misjafnt uin heiðarleik ])eirra og liamingju. En
þó eru það alltaf nokkrir, sem vinna sig til auðs og met-