Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1933, Síða 24

Skinfaxi - 01.04.1933, Síða 24
24 SKINFAXl „reisa býlin, rækía löndin, ryðja um urðir braut.“ Það er hátt takmark. Rökvillan, sem ræðukaflar Skúla byggjast aðallega á, er sú, að æskan meti mest fölsk verðmæti. Veit liann þá ekki, að lifandi stefnuskrá U. M. F. um allt land er þetta: Ungra krafta og gáfna glæðing, göfgi í hugsun, verki, list, íslenzk þjóðar endurfæðing, ísland frjálst, og það sem fyrst. Hvar er auðsöfnunin? Hvar er eyðslan og drabbið? Auðvitað hlýtur starfið að miða að efnalegu sjálfstæði, því að skuldir eru ófrelsi og örbirgð er niðurdrep. En það er tvennt ólíkt, að vera efnalega sjálfstæður og liafa þar með nokkurn styrk til drengilcgra framfara og framkvæmda, eða að semja sig að báttum óhófsdrabb- ara. Nú vill Skúli e. t. v. líkja þessu fólki sínu við ungu lijónin, sem byrja búskap á rytjukoti, fidl af vonum og trúa því í „barnslegri einfeldni“, að búskapurinn blessist og þeim auðnist með óþreytandi iðni, sparsemi og dugnaði að vinna sig upp í sæmileg efni. Eg get viðurkennt þetta sem rélta líkingu um fólkið mitt, en eg held bara, að trúin sé ekki nein einfeldni. Eg trúi þvi, að fólkið mitt geti látið búskapinn blessast. Und- anfarin ár, livort sem við segjum 10 eða 25, liefir mik- ið verið gert á íslandi til verulegra bóta. Þrátt fyrir allan ])ann tilkostnað mundu íslendingar ekki skulda öðrum þjóðum ncitt, ef þeir liefðu ekki neytt áfengis og tóbaks. Allar íslenzkar skuldir við útlönd eru til orðnar fyrir tóbak og áfengi. Sú kynslóð, sem liafnaði þessu, stæði því ólíkt betur að vígi lil endurbóta og afkomu en aðrar. Það eru óvíða á byggðu bóli svo litl- ir landkostir, að óþreytandi iðni, sparsemi og dugnað- ur geti ekki leitt til sæmilegra lífskjara ]>ar. En þá hefir

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.