Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1933, Page 29

Skinfaxi - 01.04.1933, Page 29
SIÍINFAXI 29 Ef til vill hefir þessari sálrænu starfsemi sjaldan ver- ið lýst öllu ljósar og einfaldlegar, en með þessnm orð- um lílillar skólatelpu: „Þegar eg reikna dæmið mitt, hnykla eg brýnnar; þegar mig dreymir, horfa augun langt i burtu.“ Munu ekki flestir eða allir forvígismenn stórra mál- efna fyrr og síðar liafa séð þau mörk og mið i dag- draumum sínum, er þeir síðar kepptu að og náðu, með- hræðrum sínum og landi til heilla. Þær hugsýnir liafa orðið frumorsök að framkvæmd og veruleik. Öll eig- um við dagdrauma eða höfum átt úti í'bláma fram- tíðarinnar. Þeir liafa hrundið okknr fram til áræðis og baráttu; og það er mest undir því komið, að þeir séu felldir í umgerð siðrænnar skynsemi og tengdir sterkum vilja, ef þeir eiga að nást og verða þáttur í þroskaferli mannanna. Eg kem þá að hinni myndinni, er fyrirsögnin grein- ir. Það er málverk. Á dökkum, skuggalegum grunni gefur að líta liálf- an hnöttinn, en svo er liann í mikilli móðu, að hvorki verða greind lönd né höf. Á þessari kúlu situr í hnipri fagurvaxin ltona, Idædd sægrænum lijúp. Hún er blind og livílir álút yfir hrotinni liörpu. Allt umhverfis er kaldur og lífvana geimurinn, eins og endalaus hel- auðn, sem aldrei verður flúin né lögð að baki. Konan drúpir höfði og lilustar, um leið og hún strýkur mjúkri hendi yfir eina strenginn, sem heill er, til þess að ná úr lionum hjartfólgnum hljóm. ÖIlu hefir lnin glatað, sem verða má einmana sál íil afþreyingar. Harpan, er ein var og lengst til hugg- unar, er jafnvel brotin —- að síðasta streng. En með angurværri, bliðublandinni eftirvæntingu er síðasta vonin tengd við síðasta strenginn. Myndin heitir v o n. Hún er tákn hins arfborna eiginleika manna: að vona gegnum alla örðugleika, svo lengi sem lífsafl ])eirra er ekki að fullu þorrið.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.