Skinfaxi - 01.04.1933, Qupperneq 33
SKINFAXI
33
byggingarsnilli, nokkurt augljóst menningartákn heill-
ar þjóðar, meðan tugir þúsunda i næsta nágrenni eiga
ekki skýli um höfuð? Eru risafengnar, undursamlegar
vélar, er mannsandinn liefir framleitt, nokkur sönnun
djúpviturrar menningar með þeirri þjóð, sem lætur
við þær vinna mikinn hluta livers sólarhrings óþrosk-
uð, veikburða börn?
Eru hin dýrmætu bókasöfn, sem geyma djúpúðgustu
hugsanir snillinganna, vitsmunavott og mannbótastarf,
skír skuggsjá auðnuríkrar menningar, meðan smæl-
ingjar þjóðfélagsins í miljónatali cru ólæsir og fá þeirra
að engu notið?
I liöfuðborg Bretaveldis, Lundúnum, er skemmti-
garður, sem beilir Hyde Park. Hann er stærstur og
að ýmsu leyti fegurstur allra þeirra lystigarða, sem
um borgina liggja á ýmsum stöðum. En liann og þau
önnur skemmtisvæði, sem að lionum liggja, eru og
oft nefnd öðru nafni. Hyde Parlc er líka kallaður
„luiigu Lundúna“. Staðurinn, sem geymir lífsloft heims-
borgarinnar, þangað sem íbúarnir sækja sér hressingu,
liollustu og endurnærandi hvíld frá önn daglegs slrils.
Tugir þúsunda snoturlega búins fólks sitja þar á þægi-
legum, ódýrum leigustólum cða reika um cggslétta
vellina, undir skuggaríkum trjám, eða liggja i grasinu
og hvila augun við silfurgljáa fleti bugðóttra vatna.
En allt i kring og i nokkrum fjarska gnæfa yfir skóg-
arlundana slórhýsi og sigurmerki staðarins.
Skemmtisvæðið er friðsælt og yndislegt —- þangað
til maður sér meinsemdirnar i þessum lungum. Mað-
ur hefir ekki reikað lengi um þessar slóðir, er fyrir
augu ber flökka hálf-sofandi fólks —- og svo útsogið
af eymd og hungri, að manni lileypur liryllingur um
merg og hein. Hálfnakið og líkara villimönnum á
frumstigi, cn íbúum í menningarmiðstöð í einu vold-
ugasla í’íki veraldar. Það eitt er ólíkast með þessum
lýð og frumstæðum villiþjóðum, að lxér skín sultur-