Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1933, Síða 38

Skinfaxi - 01.04.1933, Síða 38
38 SKINFAXI Drusslega margur dánumann drekkur í sig þrekkinn þann, og án þcss vera ekki kann.“ ög ennfremur kveður liann: „Af reyknum l'ylla kjálkaker og koma út um nasir sér þeim illa ódauns farmi.“ Þegar tóbakið var farið að gera efnalegu sjálfstæði manna slíka spelli, þótti yfirvöldunum sem ekki mætti við svo búið standa. Þvi var það ráð upptekið að verj- ast. Yfirvöldin livöttu menn til að taka upp andstöðu gegn tóbakinu, og reyna að stemma stigu fyrir þvi. Árið 1(577 skrifar Sigurður lögmaður Ólafsson bréf lil allra sýslumanna tandsins. Þar segir svo, að „sú fátæk- um almúga skaðlega og landinu skammarlega tóbaks böndlan líðisl ekki skattlaust, attmgandi að þetla land er undirorpið þungri fátækt og bjargræðisbresti all- miklum, ])á mun ei syndlaust né sæmandi að sá pen- ingur og sú vara, sem guð hefir gefið þessa lands inn- byggjurum lil fæðis og ktæðis, og þessháttar nauðsyn- legs uppeldis, spanderist eður út sóist fyrir það fánýta og óþarflega tóbak, sérdeilis þeirra á meðal, sem fá- tækir og formegunarlitlir eru“. Þannig mælir Sigurður Ólafsson sextíu og tveimur árum eftir að tóbak var landfast orðið. Af því getum við séð, að 'fljótt hel'ir það breiðzt út. Þrátt íyrir erfið- ar samgöngur 17. aldarinnar er það búið að ná fótfestu um allt land, og það sem merkilegra er, að svo ægileg brögð eru orðin að notkun þess, að valdsmönnunum þykir nóg um. Að þeir rurnska. Verður þó varla sagt, að yfirvöldin liafi verið sérlega viðl)ragðssnögg í þá daga, og sízt í svona málum. — Ekki er mér kunnugt um hvaða árangur bréf betta h.efir liaft. Hvort nokk- uð hefir dregið úr nautninni, en ólíklegt virðist ])að.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.