Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1933, Síða 51

Skinfaxi - 01.04.1933, Síða 51
SKINFAXI 51 um til styrktar; en um fram allt, vernda þann gróð- ur, sem þroskazt hefir og reynzt vel. „Yormenn íslands“ liafa leitazt við að leggja þ e 11 a þjóðræknisstarf til grundvallar fyrir |)á samæfingu i akuryrkju þjóðlífsins, sem félagsskapur þeirra veitir þeim. Eiga þeir að hætta því? Nei. Þeir geta að vísu tekið þá stefnu, að sá sífellt nýjum fræjum, en láta ln'nn gamla gróður eyðast. En ekki er ósennilegt, að nokkuð viða sjóist merki illgresisins, ef öllum fræjum er sáð, sem á markaðinn berast. Og liætt er við, að uppskera hins nýja gróðurs verði stundum litil; því að óneitanlega eiga næðingar nýrra, kaldra strauma auðveldara með að kæfa nýgræðing, lieldur en þann gróður, sem fest hefir rætur sínar i þjóðlífsakrinum öld fram af öld. Það hlýtur því að verða höfuð-verk- efni ungmennafélaganna framvegis, vilji þau vera stefnu sinni trú, að leita eftir ráðum til að glæða þjóð- ernistilfinninguna lijá æsku landsins. En eitl lielzta ráðið til þess, hygg eg vera, að leggja meiri rækt við sögu þjóðarinnar en gert er, þó að nokkuð sé unnið í þá átt. Saga þjóðarinnar hefir ávalt verið eitt öruggasta leiðarljósið, er bezlu menn landsins hafa haft í starfi sínu i þágu ættjarðarinnar. Hún sýnir jöfnum hönd- um bjartar og dimmar hliðar lifsins, bæði í lífi ein- staklingsins og heildarinnar. Ilún er óþrjótandi upp- spretta andlegra verðmæta. Hún er dómur reynslunn- ar í margháttuðu lífi heillar þjóðar í meir en 10 ald- ir. Hún er bergmál af æðaslætti þess lífs, er þær kyn- slóðir liafa lifað, sem vaxið liafa liver fram af ann- arri, búið saman við íslenzka náttúru og eftirlálið ein- kenni sin í arf þeirri kynslóð, sem nú byggir landið. Það er lífsskilyrði fyrir ungmennafélögin, að leg'gja af lífi og sál rækt við sögu þjóðarinnar. Æskan þarf að grafa í gullnámu sögunnar, grafa eftir verðmætum hennar og skoða þau í réttu ljósi. Það starf mun bera d*

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.