Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1933, Side 66

Skinfaxi - 01.04.1933, Side 66
SKINFAXI 66 fárra arðræningja og' vesalmennsku og örbirgð fjöld- ans. Innan núverandi skipulags sé liorft með skilningsleysi á líf einstaklingsins. I styrjöldunum hafi fallið margir liraustustu drengir þjóðanna og á vígvöllum samkeppn- innar, vegna persónuhroka vanþroskaðra leiðtoga, er æstu upp heimskulegan þjóðarmetnað og rangskilda ættjarðarást fávísra þegna. Vegna ranglátrar skiptingar auðsins séu nú alvinnu- leysingjar i öllum löndum — að einu undanteknu, segja kommúnistar — vegna þess deyr fólkið úr hungri um leið og matvörunni er fleygt — vegna þess ráði nú verzlunarhringarnir verði á heimsmarkaðinum. Þetta vilja byltingastefnurnar færa í annað liorf. Lausn allra þeirra vandamála þykjast kommúnistar sjá i einu orði: Bylting. Auðmagnið á að skiptasl. En það á ekki að renna í liendur þjóðarinnar heldur til ríkisins. Rikið verður heilagt i stað keisaranna meðal Austurlandaþjóða. Þjóðin verður þrælar þess, skyld til að vinna i þágu þess, vissa tímatölu á dag. Og einstak- lingurinn vinnur ekki fyrir sig og sína — heldur fyrir fjöldann. Fyrir það klæðir og fæðir ríkið hann, sér hon- um fyrir þeim þörfum, er nauðsyn þykir krefja, líkt og feður okkar og afar liafa goldið hestum sínum dygga þjónustu. Það liggur í hlutarins eðli, að ef allir eiga að vera jafnir, verður rikið að skammta, liirða ágóðann af starl'i verkamannsins og vera einvaldur yfir auðmagn- inu. Þó að auðnum yrði skipt iafnt milli allra að endaðri hyltingu, j)á yrðu nokkrir eftir fá ár „auðkýfingar“ á mælikvarða byltingasinna. Vegna framsýni og sparnað- ar hefðu þeir dregið saman fé, er gerði heim kleift að eignast meira en þeim væri heimilt samkvæmt þunga- miðiunni í kénningum leiðtoganna. Aðrir, aftur á móti, hefðu, þó að engin óhöpp steðjuðu að þeim, eytt þessum

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.