Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1933, Side 67

Skinfaxi - 01.04.1933, Side 67
SKINFAXI 67 aurum, er sóttir voru handa þeim ofan í vasa auðkýf- inganna, án þess að sú talenta hefði ávaxtazt. Þessvegna verður ríkið að leggja hlekki á framtak einstaklingsins til þess að jöfnuður þrífist í því, sem lýtur að þeningum. Ef til vill liefði verið reynandi að fara þá leið, að láta hvern mann vinna í eigin þarfir, safna og ej'ða, og skipta svo, jafna auðnum, t. d. á hverjum mannsaldri. En liætt er við, að það yrði ekki affarasælt, vegna þess, að einstaklingarnir vendust um of á frjálsræði í starfi og hugsun, leynt og ljóst, og færu meir eftir eigin „duttlungum“ lieldur en vilja rikisins. En stærsti gallinn væri el' til vill sá, að þjóðin yrði safn meinagemlinga, sem liefðu tapað öllum álmga á vinnunni og hefðu ekkert merkara markmið en að stefna að þvi, að verða sem snauðastir, svo að ekkert væri af þeim að taka. Það er alræmt mjög, að spar- semdarmanninum hefir þráfaldlega blætt vegna eyðslu- seggsins. Vegna óráðlingsins, sem ekki kann með pen- inga að fara, og ofsækir og öfundar þann, sem betur gengur, á að leggja liöft á einstaklingsfrelsið og reisa nýtt skipulag — skipulag, sem tekur í sína arma að mæla mat og vinnu! Byltingastefnurnar segja, að þjóðskipulagið eigi að vera reist á jafnrétti, því að náttúrulögmálum séu allir jafnir. En það er einmitt ekki rélt. Og einmitt þess- vegna ldýtur hugmynd þeirra um nýja jörð, þar sem jöfnuður ræður í smáu og stóru, að verða órar dreym- andi manna. Við sjáum alstaðar mismun i lífinu, í riki náttúrunn- ar, meðal dýranna, meðal mannanna sjálfra. Það er náttúran sem ræður. Ætla mennirnir að taka að sér að móla hana eftir eigin geðþótta, eigin skilningi á þvi, hvernig lífið yrði hezt og ánægjulegast? Þvi fer betur, að þeir geta það ekki. Það væri vopn í höndum vitfirr- inga.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.