Skinfaxi - 01.04.1933, Side 74
74
SKINFAXI
Við sjáum allvíða livað samhugur orkar. Samvinna
á sem flestum sviðum atvinnulífsins, eltki aðeins i
verzlnn, heldur og í útgerð, iðnaði og ræktun — sam-
vinna til lands og' sjávar, mundi kippa í lið ýmsnm
verstu liðhlaupum þjóðfélagsins.
Hugsum okkur sjómennina, sem nú sitja á mölinni
gráir og hnuggnir yfir atvinnuleysi, sem er þeim sama
og dauði. Ef þeir ættu hlut i skipi, hefðu þeir alltaf
vissa vinnu, þegar ráðlegt þætti að róa. Þeir ynnu fyr-
ir sjálfa sig, kaupdeilur og verkföll færu fyrir ofan
garð og neðan hjá þeim. Þeir ynnu til að skapa sem
mest verðmæti. Og ef allir ættu hlut í framleiðslutækj-
unum og í framleiðslunni, sem þeir ynnu að, vrðu
kjör þeirra betri og jafnari. Sem belur fer sést visir
til þessa. En betur má, ef duga skal. Og þá verður
framleitt og keypt, óreiður og fjárkreppur mundu
verða sjaldgæfari, óþarfa milliliðir hyrfu og viðskipt-
in yrðu óþvingaðri.
Slikt líf, slík barátta mundi hefja mannkynið, það
sæi leiðir inn i ný lönd og tæki fagnandi móti hverri
nýrri liugsjón, sem vekti það til nýrra átaka. Sú kenn-
ing, að allir leggi jafnt fram til að mynda auðæfi þjóð-
arinnar er röng. En það vill oft verða, að sá, sem legg-
nr þar drýgst til, nýtur ekki verka sinna. En sönn
samvinna mundi að miklu leyti leiði-étta það, þar sem
sannvirði vinnunnar yrði staðgengill núverandi óreglu
á verðlagi vinnu og hluta.
Þá vrði kröfunni um almennt jafnrétti að vísn neit-
að. En það cr gert, af þvi að liún er röng og ófram-
kvæmanleg, nema aö heitt sé grimmdarlegri þvingun
— sem þó gæti aldrei fylgt þeirri kenningu út í yztu
æsar. Hins vegar mundi þá útilokað, að einn safni
anði á kostnað annars, og margt færðist i réttlálara
liorf en nú tíðkast. T. d. launagreiðslur til opinberra
starfsmanna, embættismanna, sem nú eru oftast alltof