Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1933, Side 75

Skinfaxi - 01.04.1933, Side 75
SKLNFAXl 75 háar, svo að umsækjendur flykkjast um hverja lausa stöðu, eins og soltnir hundar um bein. Yandamálin eru mörg, sem okkar bíöa og þarf mikla gæfu til aö leiða þau farsællega til lykta. Orka þjóðar- innar er fjötruð i skuldum. Þær þurfa að minnka. Þær verða sumar að falla. En þar þarf að viðliafa festu og gætni. Ekkert verður gefið upp, án þess að það sé tekið annars staðar frá. Verkefnin eru næg fyrir höndum. A undanförnum árum hefir ekki aðeins orðið vart við dauða í þjóðlífinu, Iieldur lika líf, sem búast má við að vilji njóta sín. Alþýðuskólar liafa risið allvíða npp. Á bak við þá stendur eldmóður æskunnar og skilningur þeirra, sem vita, að sú þjóð, sem á áhuga- lausa æsku, á enga framtið. Frá alþýðuskólunum kem- ur á ári liverju fjölmennur hópur æskulýðs, sem ósk- ar eftir nýjum viðfangsefnum. Nemendasamhönd þeirra gætu verið álirifarik. En þau virðast ekki enn hafa komið auga á framtíðarstarf í þjóðfélaginu. Gætu þau ekki barizt móti skyndibyltingum, barizt fyrir framtíð alþýðuskólanna, sveitamenningunni, heimilin og is- lenzk þjóðareinkenni. Glæsilegra hlutverk gætu þau ckki kosið sér. Og þá mun verða liægt að rekja til íslenzkra alþýðu- skóla „ramar taugar“ í íslenzku þjóðlífi, jjegar stund- ir líða. En hvernig sem þeirri baráttu lýkur, sem nú er háð um skipulagsmálin, þá mun persónuleiki og frelsisást mannanna sigra að lokum. Menn vilja lifa og slríða fyrir þörfum sínum og sinna, njóta þess, sem þeir afla og miðla öðrum af því — en ekki láta taka það af sér né fara með sig eins og þræla eða óvitabörn. Enginn hefir rétl til að byggja það, sem á að standa um aldir, né lifa um efni fram og binda komandi kyn- slóðum drápsklyfjar, þó að okkur hafi að nokkru leyti þegar verið gert það, af þeim, sem á undan okkur eru. Valdið til að bvggja, velja og hafna, á að vera hjá

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.