Skinfaxi - 01.04.1933, Side 76
76
SKINFAXI
hverri kynslóð, sem lifir í landinu. Óbornar kynslóðir
eiga að marka sér stefnu sjálfar í sem flestu, og það
gera þær, þrátt fyrir allt. Þær munu tilæja að draum-
um og einfeldni þeirra, sem vildu gera ríkið einvalds-
drottnara. Þær munu fyrirlíta þá, sem vildu stofna
einstaklingsfrelsi og persónuleikanum í hættu, eins og
við fyrirlítum nú auðvirðilegustu smásálirnar, sem
sátu á keisarastólum miðaldanna.
Þær munu fúsar taka sorg með gleði, keppa áfram,
leggja krafta fram til þess itrasla — rétta hendurnar
eftir meiru og meiru, sem auðgar Iífið. Það er vitni
um vöxt. Og lianu er réttlátur og fagur, ef kröftum
er ekki safnað á annarra kostnað. Og þegar svo verð-
ur, er undursamlegá fagurt vor í þjóðlífinu.-----
Þorgeirsstöðum, A.-Skaft., nýjársdag 1933.
Sigurjón Jónsson.
Frá framkvæmdanefnd „íslenzku vikunnar“.
Á fundi iðnrekenda og annarra áhugamanna, sem haldimr
var í Reykjavík 12. þ. m., var samþykt að lialda starfsemi
„íslenzku vikunnar“ áfram þetta ár.
Framkvæmdanefndin gaf skýrslu um störf sín á síðastl..
ári, ger'öi grein fyrir fjárreiðum siðasla árs og skilaði af
sér störfum. Jafnframt lagði nefndin fram frumvarp lil laga
um framtíðarstarfsemi „íslenzku vikunnar".
Var framkvæmdanefndin endurkosin til þess að annast
framkvæmdir „fslenzku vikunnar" á þessu ári, svo og frek-
ari undirbúning framtiðarstarfseminnar. —
Síðan liefir nefndin haldið fundi með sér, og ákveðið, að-
næsta „íslenzka vika“ skuli haldin dagana 30. apríl til 7.
mai n.k., og lieitir hún liér með á íslendinga um land allt
að styðja starfsemi ]>essa með ráðum og dáð.
Fyrst og fremst heitum vér á allar verzlanir i landinu að
gera silt ýtrasta til að kynna almenningi íslenzkar vörur
þessa vikti, hæði með þvi að sýna aðeins islenzkar vörur L