Skinfaxi - 01.10.1934, Blaðsíða 5
SKINFAXI
85
hann sat viö skrifborðið sitt. Þá var barið að dyrum
og nokkrir 13—14 ára drengir komu inn, hægt og hik-
andi. Þeir spurðu, hvort þeir gætu ekki fengið að
rækta maís undir leiðsögn háskólakennarans. Svo
skrapp það út úr þeim, að bændurnir, sem gerðu rækt-
unartilraunina, liefðu alls ekki hirt um að fara eftir
fyrirmælum háskólakennarans. Ætli það liafi ekki
vei'ið af því, að tilraunin misheppnaðist?
En hvað háskólakennarinn hlýtur að liafa orðið
glaður! Og þessir snáðar! Góður efniviður — eins og
er í flestum drengjum, til allrar hamingju. Háskóla-
kennarinn hefir vafalaust séð framtíðina fyrir sér i
nýjum Ijóma: Drengirnir mundu kenna bændunum,
livernig fara ætti að rækta maís, og ala sjálfa sig upp
um leið.
Drengirnir tóku nú landskika ó leigu af feðrum sín-
um, og háskólakennarinn lagði þeim til úrvals útsæði
og veitti þeim allar leiðbeiningar, sem þeir þurftu með,
svo að árangurinn gæti orðið góður. Og vertu rólegur,
árangurinn varð hinn prýðilegasti! Önnur eins mais-
uppskera og drengirnir fengu hafði bændurna aldrei
dreymt um, að fáanleg væri í þeirra bj'ggðarlagi.
Drengirnir lögðu drjúgan skilding inn í sparisjóðsbæk-
urnar sínar.
Ætli þeir hafi nú verið þreyttir á að fást við mold-
ina eftir þetta sumar? Ekki leit út fyrir það, þvi að
þeir vildu halda áfram næsta ár, og þá bætlust i hóp-
inn eilthvað um — 10,000 nýir drengir. Nú voru ráðn-
ir margir jarðyrkjuráðunautar, „ungmennaráðunaut-
ar“, háskólakennaranum til aðstoðar, því að jafnvel
háskólakennari kemst ekki yfir að leiðbeina slíkum sæg
drengja. Að fáum árum liðnum hafði hreyfing þessi
breiðzt út um öll 48 riki Bandaríkjanna, og ríkissjóð-
irnir tóku að sér kostnaðinn við hana, en framan af
var hann greiddur úr Rockefeller-sjónum.
í hyrjun þriðja tugar 20. aldar barst hreyfing þessi