Skinfaxi - 01.10.1934, Blaðsíða 56
136
SKINFAXl
sem lil er prentað á íslenzku. — Ef í'élag á drátthagan
mann, fer vel á að prýða blað þess með teikningum.
Venjulega eru félagsblöðin gefin út i einu einasta
eintaki og lesin upp á fundum. Nú blasir það við, að
gildi blaðanna og álirif væri stórum meiri, ef þau væri
gcfin út 1 svo mörgum eintökum, að liver félagsmaður
eða hvert lieimili sveitarinnar fengi sitt eintak til eign-
ar. Vitanlega er óframkvæmanlegt að liandskrifa svo
mörg eintök. En með ódýrum tækjum og lítilli auka-
vinnu er Iiægl að fjölrita blöðin, og ættu félögin að at-
buga vel, Iivort ekki muni margborga sig fyrir þau, í
aukinni ánægju og beinum gagnsmunum, að úlvega
sér slík tæki.
Einfaldasti og ódýrasti útbúnaður til að fjölrita mcð
félagsblöð, eru svonefnd „bektograf“-tæki. Má gera
með þeim 60—80 sæmilega skýr afrit af skrifuðu máli
og pennateikningum, i einum eða fleirum lilum. Slík
tæki, sæmilega góð, fást bér í Reykjavík fyrir tæpar
20 krónur, en félagsmenn gela sem bezt búið þau til
notbæf sjálfir, með 8—10 króna kostnaði. Ritstjóri
Skinfaxa er fús til að veita félögum, er gera vilja til-
raun í þessu efni, allar nauðsynlegar upplýsingar.
Vantar menn?
í greininni „Ungir yrkjendur“, sem birt er í þessu
befti Skinfaxa, er brugðið upp glöggri mynd af þeim
verkefnum, sem æskulýðsfélög, bliðstæð ungmennafé-
lögum vorum, bafa valið sér með grannþjóðum voruni
og frændum á öðrum Norðurlöndum. Þar er ljóslcga
frá þvi skýrt, liverjum tökum æskan tekur viðfangs-
efnin og hvaða starfsaðferðum beilt er til að ná tilætl-
uðum árangri. Þar snúa ungmennafélögin sér beint og
biklaust að meginverkcfnum samtíðarinnar. Þau „taka
i liornin á bola“ — laka á þvi stóra og mannýga við-
fangsefni: viðreisn sveitanna og landbúnaðarins, að