Skinfaxi - 01.10.1934, Blaðsíða 12
92
SKINFAXI
valgel for landökonomisk Ungdomsarbejde“, er hefir
stjórn þessarar æskulýðsstarfsemi í Danmörku.
Hið unga Finnland, sem hefir ekki livað sizt átt stór-
sligum framförum að fagna í landbúnaði síðan merkis-
árið 1918, hefir tekið liinni raunhæfu ungmennastarf-
semi með slikum áhuga, að nú eru meira en 25.000
ungir þátllakendur í hreyfingunni. Rikið og hreppsfé-
lög liafa varið verulegum upphæðum til eflingar og út-
breiðslu lireyfingunni. Tvö félög hafa stjórn starfsem-
innar þar í landi, Búnaðarsambandið (Maalalousker-
lioliitto) í finnskumælandi hluta landsins, og Sænska
búnaðarfélagasambandið i Finnlandi (Svenska Land-
brukssállskapens i Finland förbund) í sænsktalandi
héruðum.
Raunhæf ungmennastarfsemi eftir amerískri fyrir-
mynd hefir verið reynd í Noregi, en ekki náð veru-
legri útbreiðslu þar í landi. Þaðan af meiri þýðingu lief-
ir önnur ungmennahreyfing haft, er starfað hefir þar
meira en þrjá tugi ára og unnið að því, að hefja sveit-
irnar menningarlega, eins og vaxnar kynslóðir sænskr-
ar sveitaæsku i J. U. F. hafa gert. Þessi hreyfing heitir
Ungmennafélag Noregs (Noregs Ungdomslag) og hefir
hún safnað 60.000 ungum körlum og konum til stór-
l'englegs þjóðernislegs starfs. Þetta starf ber að nokkru
]eyli svip af þjóðernislegu viðiiorfi: verndun og við-
baldi norsks máls og gamalla menningarverðmæta, og
að nokkru leyti ber það mark raunhæfrar slarfsemi.
Það er unnið að liagsbótum og þrifum sveitanna, með
skóggræðslu, nýyrkju, heimilisiðnaði o. fl.
Félagshreyfing sveitaæskunnar vill tengja ungmenn-
in traustum böndum við heimilin, til að geta slcapað
hamingjusöm, efnalega sjálfstæð og andlega rik heim-
ili. Hún vill láta ungmennin eignast af eigin reynslu
glatt og vonrikt viðhorf til atvinnuvegar forfeðra þeirra.
Hún vill, að æskan liti á það sem mikið og aðlaðandi
verkefni, að sameina krafta sina um að nota menning-