Skinfaxi - 01.10.1934, Blaðsíða 72
152
SKINFAXI
velur á milli töðu og ástar“ — og velur áslina, svo aS „leif-
ar af blautum flekkjum og ralci lágu eftir á túninu“ hjá Grími.
Næsta ár „um Jónsmessuleytið enda stefnumótin með heilögu
hjónabandi“. „Þegar hveitibrauðsdagarnir standa sem hæst,
tekur guð gömlu konuna til sin“ — hana Valgerði. En „tað-
ið var allt komið í tótt, og beið þess þar í rólegheitum, að
það yrði brennt á báli. Það var þangað komið fyrir tilstilli
gamallar konu, sem hafði borið það þangað á bakinu í striga-
poka á brúðkaupsdegi sonar síns“. — Grímur bregður búi..
„Og auðvitað varð þá Haukur að taka við öllu saman, bæjar-
garminum, tóttarskriflunum, þúfnarægsnunum og öllu þessu,
sem tilheyrir ríki bóndans hór á jörðu“. Og „þarna átti að
skapa fyrirmyndarheimili i nýmóðins stil, með blóm í glugg-
unum og salerni á bak við bæinn. Menn ganga nú ekki al-
veg til engis á gagnfræðaskóla." — Nýtt hús reis á falleg-
um hól. „Það var ekki mikill vandi að spjara sig, þegar allt
lék svona í lyndi, — þarna hafði kaupfélagsstjórinn verið
til með að lána honum til byggingarinnar, að minnsta kosti
fyrst um sinn; það var þá alltaf hægt að fá lán fyrir sunn-
an, ef á þyrfti að halda síðar meir.“ — Ásdís á Bjargi fæðir
telpu, Valgerði Hauksdóttur. Og „telpan vex og skuldirnar
vaxa, en hjálpræðið í höfuðstaðnum bregzt“. „Grímur gamli
fer með allt sitt.“ Arnór á Barði, vinur Hauks, bóndinn á
næsta bæ, hleypur undir skuldabaggann, heimsækir konuna,
þegar bóndinn er ekki heima, og gegnir skepnunum á Bjargi
sjálfur, þegar Haukur er í póstferðum. Einn vetrardag snýr
pósturinn aftur, vegna krapafara, litur inn um skráargatið
og sér „lífþyrst lirúgald“, „svo ófrumlegt, svo hneykslanlega
líkt því, sem gerist og gengur i þessari tvikynjuðu tilveru“
á „divan“ i gestastofunni. Pósturinn fer út i hriðina og „glim-
ir við guð sinn“. Vinátta þeirra Arnórs er úr sögunni og
engin hjálp þegin framar frá Barði. Allt sauðféð á Bjargi
fellur í vorliarðindunum og Valgerður litla deyr úr lungna-
bólgu, eftir að faðir hennar hefir leikið sér dálítið ógæti-
lega að dauðanum uppi við hylinn. Þar með eru ungu hjónin
flosnuð upp af sínu Bjargi.
Þetta eru atburðir sögunnar. Og ávextir atburðanna eru
fátækur og magur verkamaður i fúlum og dimmum kjallara
við Framnesveginn í Reykjavík. Vcrkamaður, sem hefir séð
og fundið björg sin klofna og er genginn í „sellu og les-
hring“ og undirbýr byltingu.
Yfirleitt er sagan vel sögð og margir kaflar snjallir og
prýðilegir. Persónurnar lifandi, gliiggar og sannar, sveita-