Skinfaxi - 01.10.1934, Blaðsíða 57
SKINFAXI
137
gera atvinnu sveitanna lífvænlega og líðan fólksins
notalega og umhverfi þess vistlegt við störfin.
Undanfarin kreppuár hefir ungmennafélögum sveit-
anna í grannlöndum vorum vaxið þróttur og fjölmenni
i beinni viðureign við atvinnulega og menningarlega
örðugleika líðandi ára. Um sama leyti förlast ung-
mennafélögum vorum æ mcir, viðreisnarfélágsskaj)
íslenzkrar sveitaæsku. Félagsskapurinn allur livilir i
væru deyfðarmóki og um allmörg sambandsfélög er
örðgt að vita með vissu, Iivort þau lifa eða ekki, svo er
æðasláttur þeirra daufur. Þar sem félögin lifa og liaf-
ast eittlivað að, er algengara cn Iiilt, að meginþungi
starfanna hvíli á mönnum, sem komnir eru af léttasta
æskuskeiði —■ mönnum, sem liafa liitann frá þeim tím-
um, er eldur félaganna logaði glaðar en nú. Megin-
fjöldi hinnar ungu æsku lætur sig félögin engu skijila.
Jafnskjótt og ungmenni sveitanna eru vaxin úr grasi
og liafa slitið barnaskónum, snúa þau haki við sveit-
unum með allri þeirra frjóefnaríku óræktarmold, öllum
þeirra önnum og takmarkalausu verkefnum, og hverfa
í fjölmenni malarinnar, þar sem atvinnuleysið hlasir
við og skapa þarf „atvinnubætur“ við klakahögg og
fleiri störf, sem ekkert takmark eiga í sjálfum sér.
Hvernig stendur á þeim mun, sem hér gefur að líla,
á ungmennafélögum vorum og frænda vorra? Stafar
hann af jiví, að oss „vanti menn“ — að uppréíinandi
sveitakynslóð vora skorti hugvit lil að smíða áttavita,
])rek til að gera við segl og stýri og viljakraft og hug-
rekki lil að sigla hinu laskaða landbúnaðarskipi um
úfinn sjó, þar til lýkur stormroku kreppunnar og sól
rennur á ný yfir lygnara haf? — Rða liggur sökin i
])rekleysi, Imgleysi og úrræðaleysi ungmennafélaganna
sjálfra — þvi, að þau dútli við smámál og aukaatriði,
en þori ekki að ráðast á stóru málin, sem lífsgæfa nú-
líðar og framtíðar veltur á? Getur ekki verið, að æska
sveitanna gangi framhjá ungmennafélögnnum, af