Skinfaxi - 01.10.1934, Blaðsíða 71
SKINFAXI
151
félögum, þurfa að útvega sér þessa l'yrstu íslenzku kennslu-
bók i fimleikum. Ilún fœst hjá bóksölum í Reykjavík og hjá
höfundi, og kostar 5.00 krónur.
Þá hefir ASalsleinn Hallsson á prjónunum aöra bók, sem
bætir úr brýnni þörf, en það er leikjabók, 10 0 1 e i k-
i r, til nota í fimleikasölum, á leikvöllum og víðavangi. Er
liin mesta þörf á slikri bók og hlýtur henni að verða stór-
um fagnað, eigi sízl meðal ungmennafélaga, því að leikja-
kunnátta getur oft komið þeim i góðar þarfir, er þeir koma
saman. Eigi þarf að efa, að leikir verði vel valdir i bók
þessa og þeim skilmerkilega lýst, því að A. II. hefir flest-
um íslendingum meiri þekkingu og reynslu i þeim efnum.
Bækur.
Þorsteinn M. J ó n s s o n á Akureyri hefir um nokk-
urt árabil verið djarfasti og mikilvirkasti bókaútgefandi lands-
ins, og svo vandlátur um leið, að útgefandanafn hans á bók
er trygging fyrir þvi, að þar sé ekki um rusl að ræða. Hann
hefir nú á hendinni fjögur helztu tromp hinnar yngri bók-
menntakynslóðar vorrar, þá Davíð Stefánsson, Guðmund
Gíslason Hagalín, Halldór Kiljan Laxness og Jóhannes úr
Kötlum, auk smærri hágilda. Þá hefir hann og verið drjúg-
ur á útgáfu alþýðlegra fræðirita og barnabóka.
Skinfaxi hefir fengið til athugunar bækur þær, er Þ. M.
J. hefir gefið út nú í haust. Rýra þær í engu fyrri hróður
útgefandans.
Og björgin klofnuðu, saga eftir J ó h a n n e s ú r K ö 11-
u m, er stærsta bókin og sú, sem biöið hefir verið með
mestri óþreyju. Jóhannes hefir reynzt vaskur maður og batn-
andi sem ljóðskáld, en jietta er í fyrsta skipti, sem hann
kemur fram á ritvöllinn sem sagnaskáld. Menn hljóta þvi
að skera upp úr bók hans með meira en venjulegri eftir-
væntingu.
Aðalsöguhetjan er Ilaukur gagnfræðingur, sonur Gríms
gamla á Bjargi og Valgerðar konu hans, fátækra búandhjóna
á niðurníddu koti. Hann hittir Ásdísi á Gili, þegar hann er
að koma heim úr skólaniun bjarta vornótt, eftir þriggja ára
burtveru, — „og svo mættusl varir þeirra“. „Unga fólkið