Skinfaxi - 01.10.1934, Blaðsíða 28
108
SKINFAXI
á sama augnabliki i hyldýpið. Því skýtur þegar upp
aftur og það kann auðsjáanlega að synda; ekki ber á
öðru. Það jarmar nokkrum sintium og tekur svo strik-
ið undan straum og stefnir beint til hafs. Ferjumenn
flýta sér að skila farminum til lands, og þegar ferjan
er laus orðin, er róið allt hvað af tekur eftir lambinu
sem syndir bratt undan straumnum. Reyndar dregur
skjótt saman, því að knálega er róið. En þegar kemur
lil úr ósnum, tekur ferjan dýfur miklar, því að þar er
aldrei kyrr sjór. Kappið er svo mikið í ferjumönnum, að
þeir liirða ekki um auðsýna liættu. Þeir ná lambinu
þegar það er í þann veginn að sökkva og til lands ná þeir
heilu og böldnu. En þeir sem í landi eru liorfa á og
standa á öndinni svo að segja. Þeir sjá ferjuna velta á
öldunum og þykir djarft leflt sem vonlegt er.
Nú snúa sumir við og halda beimleiðis. Hinir balda
áfram með féð. Næsti áfangi er ekki auðfarinn. Leiðin
liggur undir bömrum og hengiflugum og er sjórinn á
aðra bönd, og fellur liann upp í klettana með flóði, eða
þá þegar brim er. Nú verður að biða stundarkorn eflir
fjörunni, því að cnn er leiðin ekki fær. En það er samt
leikur einn að fara þessa leið núna. Blíða vorsins hefir
bundið í bráð það ægilega afl, sem þarna leikur oft
lausum hala.
Leiðin sækist seint. Sumstaðar ganga snarbrattir
stapar alveg í sjó fram, en á milli eru skriður með
lausagrjóti næst sjónum, en hamrar hið efra — hamrar,
sem enginn maður fær klifið. Hingað og þangað eru
mjóir stallar í berginu og eru þeir flestir jjéttsetnir
fýl. Enginn sækir þá heim af þeirri einföldu ásiæðu,
að það er ekki hægt. Þeir liorfa á okkur drembilega,
því að þeir vita að þeir verða ekki sigraðir.
Féð sækir upp eftir skriðunum, hærra og liærra og
veitist örðugt að halda því saman. Þá kemur sér vel að
bafa dyggan og blýðinn lmnd, sem er viss að sækja á
brattann og taka ómak af húsbónda sínum.