Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 6

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 6
6 SKINFAXI Matbaunir og grænar baunir þroskast ágætlega, eftir nýjustu reynslu, og væri það ekki liíils virði, ef framleiðsla þeirra gæti komizt aknennt á fót. Þetta eru þá hinar lielztn nytjajuríir, sem isl. land- búnaður getur tekið í þjónustu sína, og á þann hátt skapað fjölþættari framleiðslu en nú er almenn. Sam- fara kornyrkju myndi komasí á sáðskipti með þess- ar nytsömu jurtir, en það myndi aftur af sér leiða hagkvæmari notkun af frjósemi ísl. moldar. Reynslan á Sámsstöðum hefir sýnt, að í sáðski])ti með korntegundir og kartöflur næst betur í Iiina bundnu frjósemi moldarinnar, en við einhliða kart- öflurækt. í ráðskiptiræktun þarf minni áburð til hverrar ræktunar, en við það, að rækta hverja jurt í áratugi eftir sjálfa sig. Við fjölþætta ræktun í sáð- skipti kemst reglubundið starf í jarðræktina. Fjöl- þætt skipulag á meðferð og notkun jarðarinnar, í stað þeirrar einhæfni og skipulagsleysis, er nú al- mennt rikir í jarðræktinni. Menn munu nú ef til vill halda, að þær nytjajurt- ir, sem hcr hafa verið nefndar í sambandi við sáð- skipti, og þar með fjölþætta framleiðslu beint frá jörðinni, sé ekki framkvæmanleg, nema á fáuin stöð- um á landinu. En slíkt er eigi. Margar dreifðar til- raunir hafa sýnt það nú siðari árin, að korn getur þroskazt i öllum landshlutum og einkum, ef þess er gætt, að rækta hin réttu afbrigði. Það er þess vegna engin fjarstæða, þótt nú, eftir 12 ára fjölþætta tilraunastarfsemi í kornyrkju, verði liafin ákveðin og föst barátta fyrir útbreiðslu korn- yrkjunnar. Iíér þurfa fleiri að leggja liönd á plóginn en þeir einir, er húskap stunda eða hændur teljast. Hér er verkefni fyrir æskuna, að umskapa fram- leiðslu ísl. sveita. Moldin og reynslan býður sig fram. Hér getur æskan fundið og reynt þrótt sinn og dug, því að með umbættri ræktun og notkun jarðarinnar

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.