Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 12

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 12
12 SKINFAXI Tólf ára strákur. — Þú ættir að skammast þín. •— O—o gerðu það sjálfur. — — Ekki var eg að henda snjó í gamla manninn, það varst þú, sem gerðir það. — Oli, ætli þú hafir ekki gert annað eins oft og tíð- um; þú ert lika lúsugur. — Þú lýgur því. — Jú, eg sá þig í gær, heima lijá þér, borða kartöflu með hýði og öllu sainan. Mamma segir, að allir verði' lúsugir, sem gera það. — Mamma þín er asni. — Heldurðu, að hún sé nafni þinn? — Nei, Jói, eg tala ekki meira við þig. — Og eg ekki lieldur við þig. — Ellert iiossar blaðapokanum sínum ofar í liandarkrik- ann og þrammar af stað á ný.-----— Yfir honum hvilir drungalegur desemberdagur. Dimmur og tekið að lialla. Hráslagalegur og loftið er mettað raka.------Göturnar, sem í gær voru þaktar hvitmn snjó, eru blautar og sleipar, en snjórinn, sem féll á þær í gær, er víðast orðinn að grænbláu krapi. Það laumast ísmeygilega undir bæturnar á gúmmí- skónum hans Ellerts. Það spýtist út í loftið undan hjól- um bifreiðanna, sem þjóta framhjá, og slettist jafnvel í andlit manna, sem ekkerl liafa til saka unnið, annað en ganga þessa götu og heyra við hvert sitt fótmál þetta ógeðslega „slahb, slabb.“ Ellert þrammar áfram með blaðapokann sinn i handarkrikanum. — Tólf ára strákur, með grá augu og freknur í kring um nefið. — — Þarna gengur hann hús frá húsi og hendir einu eða tveimur eintökum af blaðinu inn fyrir hurðirnar, í slig- ana, eða stingur þeim á bak við hurðarhúnana. — Al-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.