Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 23

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 23
SKINFAXI 23 III. Guðrún Björnsdóttir er fædd að Reykjahvoli í Mos- fellssveil 27. október 1889, þriðja barn — af sjö — þeirra hjóna, Kristrúnar Eyjólfsdóttur frá Stuðlum við Reyðarfjörð og Björns hreppstjóra Bjarnarsonar. Eru foreldrar Guðrúnar landskunn merkishjón, sem ástæða væri til að geta að meiru en liér verður g'ert, e i n m i 11 í s a m h a n d i v i ð f é 1 a g s s k a p æskulýðsins. — Björn er alþekktur fyrir fræðimennsku sína og ýmsa félagsmála-starfsemi, en þótt Kristrúnar hafi ekki eins mikið verið getið, er hún þó ein af gófuðustu og hezt gefnu konum þessa lands. Er því ekki lang- sóttur ættararfurinn fyrir Guðrúnu, þeirra eiginda, sem heztar eru í fari hennar og rnestu hafa valdið um lífsstefnu hennar og störf. — Má hér segja, að föður- arfur hennar liafi verið ágætur, móðurarfurinn enn betri, en hlutur sá, sem hún hefir sjáif aflað sér þó sýnu beztur. Því að Guðrún er gagnmenntuð kona og mörgum lærðari, sem hafa lengri skólaferil og meira af stórum prófum. I bernsku hlaut Guðrún mjög gott og vandað uppeldi, eins og þau svstkiui öll. 13 ára gömul fór hún í Ivvenna- skólann, en þaðan upp i Mennlaskólann og lauk þar gagnfræðaprófi, þá 17 óra. t Ekki gat úr því orðið, að liún héldi áfram skólaveg- inn, að því sinni. Var hún næstu árin að mestu lieima og kenndi börnum og unglingum, en hélt annars áfram sjálfsnámi, þó að ekki væri stefnt að ákveðnu prófi. Hlaut lnin þannig ágæla menntun þegar í æsku, enda var námfýsin öflug og gáfurnar miklar og haldgóðar. Mun hún ])á hafa staðið flestum jafnöldrum sínum framar að menntun og lærdómi. Og síðan liefir liún ekki grafið pund sitt i jörðu, heldur ávaxtað það eftir því sem föng liafa verið til.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.