Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 33

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 33
SKINFAXI 33 gerast æ háværari með clegi liverjum. Eu atvinnubóta- styrkurinn í kaupstöðunum er skammgóður vermir fyrir verkalýðinn. Flestir hugsandi menn vita, að um verulegar um- bætur í atvinnumálunum getur ekki verið að ræða, nema með ráðstöfunum, sem bæta og auka atvinnu- skilyrðin. Þjóðinni fjölgar tiltölulega ört. Árlega bætist mikið við þá tölu, sem sjá þarf fyrir skilyrðum til að gela myndað heimili og lifað sæmi- legu lífi. Og land vort getur vissulega framfleytt mörgum sinnum meiri fólksfjölda en þeim, sem nú byg'gir það, ef gæði þess og lífsmöguleikar eru notaðir sem slcyldi. Hin óræktuðu landflæmi bíða eflir bagnýtingu starf- samra ogfórnfúsra lianda. Árnar og fossarnir eru albú- in til að verða tekin í þjónustu mannanna, og veita birtu og yl inn á heimili þeirra. Og kringum landið eru auðugustu fiskimið heimsins. En lífshamingja ungu kynslóðarinnar byggist áreið- anlega ekki eingöngu á ríkisbjálp né neinum stundar fjárstyrk og matarskömmtum. Til þess að öðlast hana verður hún að bindast sterkum samtökum í að rækta og byggja landið. Starfsorka heilbrigðrar æsku er geysi- mikil, og ef hún stígur á stokk og sbrengir heit til drengilegrar sóknar og starfa, mun birta mikið yfir sveitunum íslenzku. Ef æskan er sjálfri sér trú, þá á hún glæsilega fram- tíð, og af henni er líka mikils krafizt, þvi að framtíð liennar er framtíð þjóðarinnar. Mér blandast ekki hugur um, að í svipaðri mynd og hin framangreindu æskulýðssamlök nágrannaþjóðanna starfa, þarf framtíðarstefna íslenzkra ungmennafélaga að vera. Sveitaæskan hér þarfnast umfram allt félags- 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.