Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 37

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 37
SKINFAXI 37 „Með ánœgju.“ Eg fer upp, bý mig, bit i tóbak, og síðan út í hesthús. Hestarnir glápa á mig sljóum spurnaraugum, eins og þeir vildu spyrja: Hvað vilt þú svona seint á degi? Kemurðu með kornlúku handa okkur? En þegar eg kem með spariaktýgin til að leggja á tvo þeirra, verða þeir vondir, leggja kollhúfur og reyna að bita. „Svona, hægan nú, greyin,“ segi eg og reyni að fá þá góða. „Þið hafið yfir engu að kvarta, heitir, saddir, með fullan stallinn af heyi. Þið ættuð að vera í minum sporum.“ Að skammri stundu liðinni er eg ferðbúinn við forstofu- dyrnar. Tíminn liður og eg híð lengi. Hestarnir gerast óþolin- móðir, krafsa í snjóinn, bítast og láta illa. „Svona, svona, haf- ið þið nú frið! Hver haldið þið að taki tillit til ykkar — hver hugsar um 20 stiga frost innan þessara dyra? Þar er enginn kuldi. Haldið þið, að það finnist þar, hvernig hann hitur í skinnið á okkur þremur?“ Að tveim stundum liðnum opnast dyrnar, hjónin standa í anddyrinu og skattyrðast. Svo koma þau. — Eg á að vera alstaðar, halda í heslana, láta fótapoka á kon- una, sveipa feldi um herðar henni. Frúin hefir komið bónda sínum i illt skap, þvi að hann hefir orðið að bíða svo lengi eftir henni. Og á hverjum bitna svo afleiðingarnar? Auðvitað mér. Frúin er vís til að fara að gráta, eða hóta því að stökkva inn og fara hvergi, eða ])á að verða mállaus eins og steinn. Nei, það er ekki vert að hleypa upp i henni. Öðru máli er að gegna um mig. Eg hefi enga heimild til að svara fyrir mig. Enga heimild til að taka á móti, hvað sem mér er boðið. „Hafið þér kembt hestunum?“ „Já.“ Hann þurfti ekki að spyrja; það gljáði á þá. „Hafið þér litið eftir skeifunum?“ »Já.“ „Lögðuð þér hjölluaktýgin á?“ „Já.“ Hann hlaut að heyra í bjöllunum. Eg klifra upp í ek- ilssætið og tek svipuna. „Því i skrattanum sitjið þér með frakkakragann hrettan upp á eyru og þessa ljótu vettlinga? Það er fallegt að sjá yður svona útlitandi." Eg anza engu og ek af stað með sama hraða og vant er að aka húsbóndanum. „Hvenær í a........... lialdið þér við verðum komin til kirkju með þessu lagi ?“ segir hann. „Þykist þér vera að aka liki, eða hvað?“

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.