Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 45

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 45
SKINFAXI 45 konar stofnanir eru starfandi í sveitum landsins, sem liljóta að starfa að þessu frekar öðrum. Á eg þar við skólana og ungmennafélögin. í sveitaskólum okkar eru nokkur hundruð ungra karla og kvenna, er slunda nám árlega. Hvergi er betra tæki- færi en þar, til þess að efla félagskenndir og samvinnu- hug unglinganna. Því hefir verið lialdið fram af ýms- um, að fólk, er sótt hefir alþýðuskóla, vildi síður setjast að í sveitum að loknu námi, en ef það hefði enga skóla sótt. Eg býst við að eitlhvað sé salt í þessu og mér virð- ist eðlilegt að svo sé. Það er lítið lokkandi fyrir ungt fólk, sem verið hefir margt saman við nám, að setjast að á afskekktum bæjum í fámenni. Ef sveitafólkið, sem skólana sækir, fæst ekki til þess að sinna sveitastörf- um við þau skilyrði, sem nú eru, þá verður að breyta starfsskilyrðunum, svo að þau verði í samræmi við óskir fólksins. Hér verður þeim ekki breytt á annan hátt en þann, að auka þéttbýlið og vinna meira saman. Hlutverk skólanna er að ala unga fókið upp til þess að það geti tekið að sér hin nýju verkefni. Hvað er eðli- legra, en hópur af ungu fólki, sem stundað hefir nám saman og þjálfazt þar til margskonar samvinnu, laki í félagi samvinnubyggð á leigu og hefji þar húskap. Eg hefi mildu meiri trú á því að sú samvinna lánist og beri glæsilegan árangur, heldur en ef fólki, sem ekkert þekkist áður, væri hóað saman. Ungmennafélög hafa starfað hérlendis um þrjátíu ára skeið. í öndverðu tóku ]iau sér að einkunnarorðum ,.Ræktun lýðs og Iands“. Þau ætluðu sér það fagra hlut- verk, að breyta óræktarmóum og uppblásnum melum í gróðursælar ekrur og þroska og glæða sálarlíf fólks- ins, svo að það yrðu betri þjóðfélagsborgarar. Margir telja, að árangur af störfum ungmennafélaganna sé lítill. Slíkt er hinn mesti misskilningur. Eg er sannfærð- ur um að starfsemi þeirra síðasta aldarfjórðunginn er ómetanleg fyrir land og lýð. Hitt hefir þótt við brenna,

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.