Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 59

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 59
SKINFAXI 59 Fræðslu lirinyar. HératSsþing U.M.S.K. var haldið siðastliðið haust, að Hálsi í Kjós. Á þinginu var kosin þriggja manna nefnd, til þess að gera tillögur um breytta starfsháttu og benda á ný verkefni, sem félögin gætu fylkt sér samhuga um og mætlu verða til þess að skapa meiri þrótt og samtök i störfum þeirra. Þingið sóttu fulltrúar frá þeim þremur félögum, sem eru í sambandinu. Þau eru þessi: Drengur i Kjós, Afturelding í Mosfellssveil og Velvakandi i Reykjavik. Fulltrúarnir voru mjög bjartsýnir á framtíð ungmennafélaganna, en þeim var vel ljóst, að breyttir tímar og ný viðhorf heimta aðra starfs- liáttu og önnur verkefni. Félögunum hefir fyrir nokkru borizl tillaga frá nefndinni, sem mig langar að vekja athygli á. Merkileg alþýðumenningar-hreyfing hefir um alllangt skeið átt sér stað í Sviþjóð, Danmörku, Noregi og viðar. Hreyfing þessi hefir nú náð viðurkenningu, sem einhver bezta leiðin til vakningar og menningarauka alþýðunnar. Þessi hreyfing er nefnd „fræðsluhringa-hreyfingin". Upphafsmaður hennar var sænski rikisþingmaðurinn Oscar Olsson. Fyrsta fræðslu- hringinn stofnaði hann innan Góðtemplarastúku árið 1902. Hugsjónir þær, sem höf. átti i sambandi við þessa hreyfingu, voru að skapa nýja alþýðumenningu, veita nýjum lífs- og menningarstraumum í félags- og skemmtanalíf æskunnar, vekja hana til starfa á andlegum sviðum, skapa henni heil- brigða vaxtarþrá. Fyrst i stað litu særtslcir menntamenn 'fræðslustarfsemi þessa smáum augum, kölluðu hana fræðslukák og spáðu henni verstu hrakspám, töldu jafnvel menningu þjóðarinnar i hættu. Nú er svo komið, að fræðsluhringastarfsemin hefir náð fullri viðurkenningu hinna menntuðustu og beztu manna og er talin eiga stóran þátt í sænskri alþýðumenningu. Fræðsluhringa-hreyfingin liefir nú náð útbreiðslu í Dan- mörku, Noregi og víðar, með góðum árangri. Brautryðjandi fræðsluhringanna i Danmörku var sagnfræð- ingurinn C. P. O. Kristiansen, kennari við Askov, en i Noregi skipulagði Lars Hörver rithöfundur starfsemina. Nefndin, sem eg gat um, var sammála um, að kynna sér þessa hreyfingu eftir getu og gera tilraunir með hana innan Ungmennafélaganna, í því trausti, að hún gæfi stuðlað að andlegri vakningu og skapað meiri viðsýni og menningarþrá

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.