Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 67

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 67
SKINFAXI 67 með gamla fólkinu, ef honum verður ekki bjargað í tíma. Ann- ars er þjóðsagnauppsprettan ótæmandi, því að þjóðsagnir eru alltaf að skapast hjá alþýðu manna í landinu. Og þegar á allt er litið, mun iíklega engin þjóð á hnettinum vera eins auðug af þjóðsögum, að tillölu við fólksfjölda, eins og íslendingar. Og það hefir verið sagt, að þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar sé með því bezta, sem lil er í heiminum. Það var því illa farið, að sumir þeir menn, sem fóru að gefa út þjóðsögur, skyldu ekki taka útgáfu á safni hans sér til fyrirmyndar. Fáir stæðu betur að vígi að safna þjóðsögum en einmitt ungmennafélagar. Þann starfa ættu þeir að taka að sér hver í sinni sveit og kaupstað. Þar, sem engin ungmennfélög eru starfandi í sveitum, ælti sambandsstjórn, í samráði við ung- mennafélög, sem næst þeim búa, að útvega þar safnendur. Jafnframt þessu starfi lægi beinast við að safna áskrifend- um að útgáfu þjóðsagnanna Sögurnar ætti að senda jafn- harðan til sambandsstjóra. Hann flokkaði þær niður eftir efni og byggi þær undir prentun. Sæi hann fram á, að út- gáfan mundi borga sig, eftir áskrifendatölunni að dæma, ættu ungmennafélögin að gefa safnið út, en að öðrum kosti bjóða Sögufélaginu útgáfuréttinn. Þjóðsagnasafnið yrði myndað af: a) Nýsöfnuðum sögum. b) Óprentuðum sögum, sem liggja í handritum í söfnum. c) Sögum, sem prentaðar eru víðsvegar í blöðum og öðrum ritum hér á landi og hjá íslendingum í Ameríku. d) Endur- prentun á sögum úr þjóðsagnakverum, sem gefin hafa verið út eftir aldamótin siðustu og eru orðin uppsehl og ófáanleg. Öllu þessu yrði komið þarna fyrir í einni heild og vel floklc- uðu. Þjóðsagnasafn þetta ætti að gefa út árlega í heftum, t. d. 10 arkir á ári, sem auðvitað færi þó eftir því, livað safnið yrði stórt. En gert er þá ráð fyrir að haldið yrði áfram að safna á hverju ári, svo að allt af bættust nýjar sögur við safnið. Guðmundur Davíðsson. 5*

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.