Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 28

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 28
28 SKINFAXI Hallgrímur Jónsson, Ljárskógum: Sólvangur. Hin síðari ár hefir komið glæsilegur fjörkippur í mörg af hinum gömlu og góðu ungmennafélögum, sem dreifð eru um byggðir landsins. Hinn brennheiti áhugi og eldmóður, sem fyllti hugi æskumanna á fyrstu starfs- árum félagshreyfingarinnar, hefir þó eflaust risið liærra. En hver veit, nema sá eldur, sem nú hefir kvikn- að, verði eins haldgóður? Hann er kveiktur úr göml- mn glæðum, sem aldrei liafa að fullu slokknað, þótt stundum liafi virzt heldur lítið um eldsnevtið. Neist- inn hefir lifað innra með okkur og lifir i rauninni allH af, þótt hann lýsi misjafnlega skært frá ári til árs, kyn- slóð til kynslóðar. Aldan linígur og ris — eldurinn biossar eða fölnar eftir því lofti, sem um hann leikur, og eftir eldsneytinu atgervi og sálarþroska einstakl- ings og heildar. En eitt er víst: Því fleiri spor, sem stigin eru, ])vi fleiri sjónarsvið, sem fundin eru — þess viðari og gleggri sjónhringur er markaður á liðnum árum ungmennafélagsins um störf Iians, unnin og ó- unnin, stefnur lians, heilsteyptar eða brotnar, vonir hans, djarfar eða lágfleygar og lieit hans sönn eða ó- sönn; með öðrum orðum: Þvi meiri reynsla og gleggri saga frá liðnum árum ungmennafélagans, þess meiri likur fyrir þvi, að hækkandi alda í störfum og stefnum ungmennafélagans í dag merki lengri hið eft- ir næsta öldudal. Og til |)ess er gott að hugsa. Vafalaust má segja, að þetta sé óþarfur inngang- ur að frásögn um starfsemi eins ungmennafélags iá einu ári. Hann kom einhvernveginn ósjálfrátt af því að ég tel afköst Umf.. „Ólafs pá“ á síðasta ári að miklu leyti byggð á störfum og reynslu félagsins frá stofnun þess og fram til síðasta árs. Eg hefi verið félagi í „ólafi pá"

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.