Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 12
sagt mér svo ég skildi, að hún skildi dönsku, en gæti ekki talað hana. Ég fór þá að tala við hana og spurði hana um krakkann, hvort hann væri hreinn Grænlendingur og ekkert bland- aður, því hann hafði alveg norrænt eða íslenzkt yfirbragð. Og sagði hún það vera, hann væri alveg hreinn Grænlendingur og ekki danskur. Það er að segja, hún sagði „áp“ og „namik", eftir því hvernig ég hagaði spurningum mín- um. Við skildum síðan öll beztu mátar. Fleiri fjölskyldur bættust síðan við hópinn í Færeyingahöfninni og settu niður tjöld sín, sem voru vandaðri en þeirra fyrstu, því það voru tjöld frá ameríska setuliðinu, mjög góð. Þetta fólk dvaldi misjafnan tíma, sumt fór strax aftur. Meðal þess var ein grænlenzk kvinna, sem leiddi tvö lítil „amerikamiut" sér við hönd. Þau voru tvíburar. Var hún mjög montin af þeim og lofaði okkur að taka mynd af henni og þeim. Þau báru greinlega sams konar ættar- mót og frændur þeirra sumir, sem ráðist hafa til ríkis hér heima á sama hátt. Sjálf var hún og þau betur búin og hlýlegar en hitt fólkið. Var hún og systkinin (þau hafa verið 4—5 ára) klædd í kápur úr samskonar grænleitu efni, sem hermannafrakkar eru gérðir úr. Því miður hafði ég ekki tækifæri til að kynn- ast fólki því, sem þarna kom og dvaldi um tíma, nema mjög lítið sumu og flestu ekkert. Spillti auðvitað málleysið miklu, og svo hitt, að ég gat ekki farið í land nema stöku sinnum, og þá ekki á hentugum tíma. Þarna var dvergur, Bendt Kristiansen, 20 ára, ekki stærri en 10 ára krakki, en fimur að fara með byssu og snillingur í höndunum. Smíðaði hann ýmsa eigulega muni úr steini, svo sem öskubakka og fleira, með alls konar fígúruverki. Fleú'i voru og þarna, sem iðkuðu þetta, þar á meðal Abel Lúkasen. Sá ég mjög laglega smíðaðan öskubakka eftir hann og nafn hans grafið á með slcrifletri. Tveimur Jóhönnum hef ég gleymt að segja frá. Var önnur 15ára, þroskaleg eins og jafnöldr- ur hennar gerast bezt hér heima, klædd í stuttan kjól og háa sokka með skó á fötum. Þegar ég spurði hana hvað hún héti, varð hún feimin og vatt sér frá og sagði fljótmælt „pásingilara". En þegar hún sá að Kathrine var ekkert ótta- slegin við mig, tók hún sig á og sagði mér að hún héti Jóhanne. Ekki virtist hún skilja dönsku. Eitt sinn, er karlmennirnir höfðu komið á kajökum sínum með hnísur, sem þeir höfðu veitt, var ég staddur í landi. Þær stöllurnar og margir fleiri fóru að skera sér þunnar flísar af húðinni af hnísunum og tóku að tyggja þetta. Dani nokkur sat við og stýfði og át. Ég spurði hann, hvort það væri gott að borða þetta. „Ja, ja, det smages meget fint“. Þá buðu þær vinkonur mínar mér að bragða og ég tók og át eins og Adam forðum. Og varð samt ekki útrekinn úr Paradís. Þetta var furðu gott á bragðið og betra en soðið, en töluvert seigt og líkt tyggigúmmíi. Hin önnur Jóhanna var 7 ára, ljómandi fal- leg hnáta. Hún var í viðhafnarbúningnum sín- um, saumuðum úr marglitu selskinni, upphá- um „kamikum" og með mjög skrautlegan kraga um hálsinn, gerðan úr marglitum, örsmáum perlum, þræddum upp á band' í munstur, sem minnti á mjög vel útsaumaðan dúk. Þetta var afar skrautlegt. Svo má ég ekki gleyma henni Soffíu litlu, 6 ára, sem var að reyna að kenna mér græn- lenzku og las fyrir mig í granlenzkri bók, sem ég var með. Myndarstúlka og skýr, svört á brún og brá með dökka lokka og hnellin í vexti. Þetta kunningjafólk mitt sumt gaf mér rit- hönd sína skrifaða í vasabók. Hvernig var þá þetta fólk á að sjá og að kynnast því? Leit það út fyrir að vera af ís- lenzku bergi brotið? í fáum orðum sagt: viðmót þess var hið allra elskulegasta. Líkamsgerð þess var dálítið sund- urleit, þó var það fremur smávaxið, einstaka með sérkennilega, dökka flekki í andliti, sem sló á eins og mógrænni slikju. Þetta virtist ekki vera eins og fastur litur, heldur sýndist eins og húðin væri svo þunn. Þessi litareinkenni eru til með íslendingum, en hafa blárauðan blæ. En yfir þessu öllu hvíldi svo hinn barkar- litaði blær, sem menn fá við mikinn sólbruna. Og sólbrennt var það mjög á höndum og í and- liti. Andlitslag margra og höfuðlag hef ég einn- ig séð hér heima og limaburð, t. d. í verstöðvum Greinarhöfundur o</ tvær grænlenzkar hlómarósir. 270 V I K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.