Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 14
Stgurjón frá Þorgeirsstoðum: Hj ónasængin SMÁSAGA Kolniðadimmt októberkvöld, slagveðursrign- ing bylur á gluggunum; stormurinn ýskrar í húsasundum, gruggugir vatnsstraumar liggja á vegunum og skera farvegi í hjólför og troðn- inga. Ég sat heima hjá einum vini mínum, héldum fjögur hóp, þrír strákar og ein stúlka. Var þar glatt á hjalla, ýmislegt mælt og ekki allt úr biblíunni, sagðar skrítlur, samdar stökur, skipst á hnútum, en allt í græskulausu gamni. Þegar leið á kvöldið var farið að spila: hjóna- sæng. Ég átti ekki góðu gengi að fagna í spilinu, komst aldrei upp í sængina. Oft þóttist ég sjá hilla undir töfrandi ársali, komst jafnvel alla leið upp að rúmstokknum. En þá brást ekki, að einhver keppinauturinn geystist fram úr mér og vippaði sér inn fyrir sparlökin. Félagar mínir skemmtu sér prýðilega á minn kostnað, hlógu dátt og komu með ýmsar mein- legar athugasemdir. Þeir urðu örir af eigin heppni, gortuðu þindarlaust og kváðu mig vera aumasta taðskeggling, sem getið yrði í ástamála- þáttum íslendinga. Þið hafið sjálfsagt einhverntíma séð soltinn kött stjákla kring um heitan graut. Það getur verið broslegt að sjá kvikindið sleikja út um af ílöngun, halla höfði heimspekingslega heimskulega, bretta rófuna og mjálma ámát- lega. Ég hef sennilega verið persónugerfingur katt- arræfilsins. Og þar kom að lokum, að ég varð þreyttur á þessu árangurslausa vokki umhverfis hjónasængina, enda gramdist mér brúkin- mennskan hjá spilafélögunum; lét þó allt kyrrt liggja, en þóttist allt í einu uppgötva, að orðið væri framorðið. Og ég þurfti að vakna snemma næsta dag. Meðan ég tygjaði mig til burtferðar, talaði ég hressilega um óheppni mína, kvaðst muna fífil minn fegri, hefði ekki alltaf verið horn- reka í hirð Venusar. Ef til vill mundi líka sann- ast hér það fornkveðna: Sá hlær bezt, sem síð- ast hlær! Þegar þeir, spilafélagarnir, væru farnir að njóta yls og dásemda í raunverulegri hjónasæng, þá skyldu þeir gorta, en þangað til sá rómantíski viðburður kæmi til þeirra, ættu þeir að vera hógværir og halda sig á mottunni. Það væri og sannreynd, að heppni í spilum og ástum færi sjaldan saman. Þótti þeim þetta strembin ræða. Spunnust úr þessu efni nokkrar umræður, og kenndi þar að lokum hálfkærings í málrómi og látbragði. Stúlkan hafði tekið drjúgan þátt í óförum mínum, bar þó ekki smyrsl á kaunin, fremur ýfði þau og jók sársaukann. Hún fitlaði nú við spilin og hlustaði brosandi á skæting okkar. Allt í einu greip hún fram í rökræðurnar og mælti: „Strákar — ég hef ekki lagt sjálfa mig undir. — Ef til vill hefur hann verið að bíða eftir því. — Það er alveg óútreiknanlegt, hvað sumir menn eru staðfastir, þeir geta staðist allar freistingar, til þess að vera ástinni sinni trúir“. Þetta vakti mikinn og háværan fögnuð hjá andstæðingunum. En ég kunni ekki að meta þessa fyndni. „Og sá okkar, sem kemst upp í til þín, fylgir þér heim í kvöld — þar mega hinir hvergi koma nærri“, sagði annar dólgurinn og hló með öllum kjaftinum, eins og hann teldi sér sigurinn vissan. En þessi lokkandi kvenmaður, sem allt í einu var orðin þrætuepli í nýlendupólitík þriggja stórvelda, sagði okkur að setjast. Svo fór hún að gefa spilin. Fingralangir og titrandi hrifs- uðum við gjafir hennar, bjuggumst til inn- rásarinnar þögulir og harðir á brúnir, fjand- samlegir hver í annars garð. Síðan veit ég, að það tekur á taugarnar áð vera þjóðhöfðingi, er hefur á höndunum herlið, sem er að leggja út í tvísýna styrjöld, þar sem sæmd og frami á að falla í skaut sigurvegarans. Fimm ár höfðu liðið. Þá var það á jólaföstunni, að okkur hjón- unum varð sundurorða, þegar við höfðum geng- 272 V í K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.