Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 8
um Balease-eyjum. Þar sem á eyjunum hafa fundist glöggar minjar frá öllum þessum tímum. Islenzkum sjómönnum er eyjan heldur ekki ókunn, því frá Ibiza höfum við fengið okkar allra bezta salt í fiskinn og mörg ís- lenzk skip hafa lagst fram und- an La Canali, þar sem mest af saltinu er útskipað. Þar voru forðum íslenzku skonnorturnar, Huginn, Muninn, Svalan og Haukur tíðir gestir, en þetta eru fræg íslenzk skip, frá þeim tíma,- er við hófum að nýju millilanda- siglingar á eimskipum. Sennilega er Hvítanesið þó myndarlegast og stærst þeirra íslenzku skipa, sem þarna hafa komið 1 þessum er- indum. Spánverjar eru ennþá dálítið gamaldags með afgreiðsluna á saltinu. I staðinn fyrir að hafa bryggjuna nógu langa, svo skip- in geti lagst að henni, láta þeir skipin leggjast fyrir akkeri úti- fyrir og selflytja svo saltið á prömmum út í skipið og það tek- ur langan tíma þegar um stórt skip er að ræða. Þarna úti á bátalegunni var hafið dimmblátt að sjá og sjór- inn svo tær að vel sá til botns á miklu dýpi. Yfir hvítum sand- botninum léku sér kvikar smá- fiskatorfur. Mikil gangskör var gerð til að veiða þessa fiska, en þeir virtust sjá við flestum brögðum, samt tókst okkur að ná í nokkur stykki og reyndist þetta þá hinn bragðbezti fiskur með millibragði á milli ýsuogmakríls. Þetta munu hafa verið svokallað- ir Massots. Fleiri smáfiskateg- undir voru þarna, sem reyndu að aðskilja sig og halda hópinn með því að vera misjafnlega langtfrá botni. Við um borð horfðum dáleidd- ir til lands, þar sem mjólkurlit- aðan sand var að líta, en að baki skógarræmu og svignandi á- vaxtatré. Voru tré þessi með breiðum trjákrónum, sem veita góðan skugga þeim er vilja kæla sig og leita skjóls fyrir hinum brennandi geislum sólarinnar, en sem gat verið að hlaupa úr ösk- unni í eldinn, ef mönnum var illa við skordýrin, sem þar virtust eiga friðland. Á ströndinni við La Salina, saltekrurnar, dvöldu nokkrar þýzkar, franskar og enskar fjöl- skyldur, sem höfðu flúið úr hin- um þétta ferðamannastraumi við Majorka og töldu sig þarna hafa himinn höndum tekið, sögðust þeir hafa verið allsstaðar á Bab- ase-eyjum og líkað sæmilega, en þetta væri sjálf Paradís. Inn til borgarinnar Ibiza með sínum fornfræga og ævagamla kastala, voru um 18 km. Þangað lá oft leiðin á kvöldin eftir að dimmt var orðið. Á leiðinni til borgarinnar var margt að sjá, sem er harla nýtízkulegt fyrir ís- lenzka farmenn. Fyrst voru það hinar miklu saltekrur, sem þekja um 400 hektara lands. Þetta eru grunnar tjarnir af tærum sjó, þar sem saltið krystallast við uppgufun, síðan er því staflað saman í gríðarmikla hauga, sem þorna í sólinni, þá er því ekið á járnbrautarvögnum í hlöðurnar við höfnina. Þar er saltið malað og síðan flutt um borð í skipin á höfninni. Þetta er sama aðferðin og Karthagomenn notuðu við vinnslu fyrir um 2000 árum, nema þeir höfðu ekki járnbraut- arvagna, en Spánverjar kunna líka ennþá að bera saltið í körf- um á höfðinu eins og þeir gerðu í þá daga. Bak við saltekrurnar er eini flugvöllur eyjaskeggja, en síðan taka við fagrir ávaxta-akrar, sem breiða úr sér í allar áttir. Hér og þar gefur að líta einstaka hvítkölkuð smáhús á austur- landavísu og ævafornar vind- myllur, sem notaðar eru til að dæla vatni um akrana eftir löng- um rennum. Þó gaman væri að skoða land- ið og nappa sér ódýrum vínberj- um hér og þar, þótti okkur skip- verjum á Hvítanesinu mest gam- an að busla í sjónum. Mátti segja að hver stund sem gafst væri not- uð til að stinga sér í sjóinn, og vinna var ekki fyrr hætt en allir voru komnir fyrir borð. Það þurfti heldur ekki að vera að hafa fyrir því að klæða sig eða afklæða, því sundskýla var eina fatið, sem við klæddumst. Margir skipverjanna á Hvíta- nesinu voru afbragsgóðir sund- menn og köfuðu djúpt og lengi. Milli skips og lands var ekki far- ið öðruvísi en á sundi og var þá stundum hörð keppni um hver yrði fyrstur, þegar margir steyptu sér í einu. Þar sem það tók upp undir viku að lesta skipið. Þá voru menn orðnir þarna vel kunnugir áður en lauk. Sérstaklega voru margir okkar orðnir góðir kunn- ingjar þýzku, brezku og frönsku fjölskyldnanna,sem þarna dvöldu og fóru ekki upp úr vatninu all- an daginn. Á kvöldin var þá stundum sezt saman í tunglsskini undir trjánum og sungin þjóðlög. Það var þá, sem franskur froskmaður, er mikið gerði að því að kafa meðfram ströndum, sagði okkur frá því að hann hefði fundið ævafornt skipstrand eða að fornaldarskipi hefði verið sökkt úti fyrir ströndinni. Þar á meðal hefði hann fundið fall- byssu, sem rétt örlaði í upp úr sandinum, en þar eð grunnt væri ofan á klöppina, þar sem hún lægi, hefði hún ekki getað grafist í kaf. Nú varð uppi fótur og fit hjá okkar beztu sundmönnum. Strax og færi gafst í björtu var farið að leita að staðnum á skipsbátn- um og garparnir köfuðu hver eft- ir annan og það mátti líka sjá dálitla þúst á botninum í gegnum tæran sjóinn. Hvað eftir annað stungu Hvítanesmenn sér og reyndu að sópa sandinum frá þessari þúst, og sjá, að lokum tókst ■ þeim að bregða enda um þetta, en þyngslin voru þá svo mikil, að engin leið var að lyfta því frá botninum í jafn litlum báti — án verkfæra. Þeim hugkvæmdist þá að skeyta við langri stakri línu, sem náði allt upp í fjöru og nú risu allir, sem á ströndinni voru fengnir til að hala í. Spánverjar, Þjóðverjar, Frakkar og Islend- VÍKINGUR 288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.