Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 9
ingar, í allt um .útt hundrað manns eða meira með konum og krökkum. Fyrst ætlaði ekkert að ganga og tvisvar slitnaði línan. Var þá fengin önnur lína miklu sverari og loks fór þetta að mjakast. Fyrst hægt og lítið i einu með hvíldum, en allir sögðu samtaka nú, og svo fór að þetta hafðist. Mikil var líka gleði manna, er ferlíkið kom í ljós í fjöruborðinu og var þá rekið upp heróp á mörgum tungumálum. Erfitt var í byrjun að trúa að þetta væri byssa, enda var grjót það og kuðungar, sem vaxið hafði utan um hlaupið mun meira að vöxtum og þyngslum, en jafnvel byssan sjálf og var hún þó engin léttavara. Var nú strax hafist handa að berja utan af henni draslið. Það var ekki eins auðvelt og halda mætti. Þetta var allt svo soðið og meitlað saman, að engin leið var að losa nema smábúta í einu. Þegar loks tókst að komast inn úr steinbrynjunni og hreinsa hlaupið á bletti, sást að hér var um kopar fallstykki að ræða og töldu hinir lærðustu og vitrustu af nærstöddum að þetta gæti varla verið yngra en um 300 ára. Þá fór nú að lyftast brúnin á sumum, og einn af okkar mönn- um staðhæfði strax, að þetta væri áreiðanlega frá einu tyrkja- skipinu, sem hefði rænt í Vest- mannaeyjum forðum. Það væri svo sem ekki nema eðlilegt að það hefði fengið vondan enda, eins og Islendingar hefðu óskað því til andskotans. Svo hirti enginn um þetta fallstykki og við gleymdum því þangað til búið var að lesta skipið og við gerðum okkur til- búna að vinda upp akkeri. Þá stingur einn okkar upp á því að við ættum að sækja fallbyssuna, við hefðum bjargað henni. Við íslendingar ættum heldur enga fallbyssu, og það væri skömm að láta þetta tækifæri framhjá sér fara að eignast eina. Við gerðum þá nefnd á fund skipstjóra og spurðum hvort við mættum ekki taka byssuna um VÍKINGUR & -«> Fallbyssan tekin um bor'ö. Greinarhöfundur einn þeirra, sem er í sjónum og stySur við flekann. A myndinni má sjá spánskan tollvörö, sem fylgist meS af athygli. <s>- borð, því við ætluðum að gefa Dvalarheimili aldraðra sjómanna byssuna til minja. Sagði hann að sama væri sér, ef við treystum okkur til að koma byssunni um borð og það tefði ekki burtför- ina. Hinir erlendu kunningjar okk- ar voru komnir þarna til að kveðja okkur og buðust þeir nú til að hjálpa okkur við að koma byssunni upp í málningar- pramma, sem við höfðum við skipshliðina og sem við stóðum í við að mála skipsskrokkinn. Var nú þegar snúið sér að þessu. Það tókst sæmilega vel að velta fallbyssunni upp á flekann í fjörunni og koma honum áflot, en verra var að varna því að hon- um hvolfdi eða sporðreistist á leiðinni. Eina leiðin til að varna því, var að skipverjar syntu með flekanum og reyndu að rétta hann við eftir því sem hallaðist á. Þetta var erfitt, en að lokum gekk það og út að skipi komst bæði flekinn og fallbyssan og voru menn þá ekki lengi að húkka í hana og hífa hana inn á þilfar. En ekki vorum við fyrr búnir að ná fallbyssunni um borð, en að þustu vopnaðir Franco-her- menn og skipuðu okkur að af- henda aftur byssuna. Var engu tauti við þá komið. Þeir sögðust vita að við hefðum bjargað henni frá sjávarbotni, en þetta væri skipan frá hæstu stöðum. Varð þá skipstjórinn á Hvíta- nesinu reiður og kallaði: Piltar, hendið þið helvítis byssunni fyr- ir borð, ef Franco vill fá byssuna, þá getur hann sjálfur kafað eft- ir henni, ,,og út með hana nú.“ Þessi merkilegi forngripur var nú hífður upp og út fyrir og byssunni fleygt á enn meira dýpi en því, sem við höfðum bjargað henni af. Við störðum eftir byssunni þegar við hugsuðum til þess mikla erfiðis er það hafði kostað okkur að ná henni upp, en á hinn bóginn gladdi það okkur að Franco fékk hana ekki heldur. Þannig er þá sagan af því, þeg- ar við ætluðum að ræna fallbyssu frá einvalda Spánar, eru það máske orð að sönnu að við höf- um ætlað okkur helzt til mikið. 289
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.