Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 45
Freskomynd ejtir T. Billman. Táknrœn fyrir nútíma hernaS og mannvonzku.
Um morguninn þann 21. barð-
ist ,,Ruby“ eitt við tvö frönsk
herskip. „Breda“ kom til hjálpar,
en nú sá Du Casse, að óvinurinn
var í minnihluta og kom inn í
leikinn með öll sín herskip.
Walton og Benbow börðust
eins og ljón við ofureflið. Loks
komu ,,Defiance“ og „Windsor“
í augsýn. Bæði skipin komust í
skotfæri við frönsku skipin, en
skutu engu skoti.
Reiði Benbows varð enn meiri.
Skyndilega snéri „Windsor" frá
og hvarf úr augsýn.
Vaxandi stormur
í fyrstunni höfðu Benbow og
Walton aðeins þurft að eiga við
Frakkana. En nú fengu þeir einn-
ig storm. Bæði skipin voru illa
komin og „Ruby“ fast að því að
sökkva. Benbow varð að senda
„Ruby“ í höfn og var því einn
eftir í baráttu við óvinina. Marg-
ir voru fallnir um borð í „Breda.“
Margar fallbyssur ónýtar og
reiðinn sundurtættur.
Næsta morgun 22. voru Frakk-
ar langt framundan eina skipinu,
„Breda,“ sem elti þá. En Benbow
réðist til atlögu við frönsku her-
skipin.
„Defiance“ og ,,Windsor“ sá-
ust, en aðhöfðust ekkert. Nú kom
„Falmouth,“ skipstjóri Vincent.
Þetta skip réðist að skipinu
„önnu“ og náði því á sitt vald.
Frakkar höfðu áður tekið það af
Englendingum framundan Lissa-
bon.
Benbow hélt eftirförinni áfram
og naut nú aðstoðar „Falmouth.“
Að morgni 24. reyndi Benbow
að ráðast til uppgöngu á skip
franska foringjans Du Casse, en
varð frá að hverfa. Benbow
reyndi aftur en án árangurs.
Admíráll Benbow særðist
bæði í andliti og á handlegg. Og
brátt fékk hann sprengjubrot í
fótinn. En áfram hélt orrustan,
og laskaðist franska skipið mik-
ið, barizt var alla nóttina.
Næsta dag fékk Du Casse
hjálp frá hinum herskipum flota-
deildar sinnar.
„Windsor," ,,Pendennis“ og
VÍKINGUR
„Greenwich" komu og skutu af
fallbyssum sínum. „Defiance“
skaut örfáum skotum, en faldi sig
svo bak við „Falmouth." Þrátt
fyrir þetta hélt Benbow áfram
eftirförinni. Þegar hættan var
liðin hjá kom „Defiance,“ með
Kirby sem skipstjóra, fram úr
fylgsni sínu. Kirby kom um borð
í „Breda“ og afhenti Benbow
skriflegt skjal undirritað af
mörgum yfirmönnum herskip-
anna, þar sem farið var fram á
að Benbow hætti orrustunni.
Benbow varð ofsa reiður, og
sluppu þá Frakkar undan, en
Englendingar héldu í höfn.
Ef ég hefiH menn ....
Kirby afsakaði sig með því, að
hann taldi Englendinga ekki nógu
sterka til að fást við frönsku
flotadeildina. En Benbow svar-
aði:
— Ef ég hefði haft karlmenn
— ekki kerlingar með mér, væru
öll þessi frönsku herskip komin
undir brezkan herfána, eða niður
á botn hafsins. Og þér, Kirby,
vitið þér hvert þér verðið send-
ur? Fyrir herrétt.
í Port Royal var annar fótur
Benbows tekinn af honum, en
þrátt fyrir sár sín, krafðist hann
að fá að vera viðstaddur réttar-
höldin yfir sínum huglausu sjó-
liðsforingjum.
8. ágúst var herréttur settur
um borð í „Breda“ undir forsæti
varaadmíráls Wm. Wheltstone.
Kirby var talinn forsprakki
heigulanna. Margar sannanir
komu fram um það, að Kirby
hefði hvatt menn til að óhlýðn-
ast skipunum Benbows, vegna
þess að hann væri ekki „gentle-
man,“ heldur bara einfaldur há-
seti.
Kirby hafði sagt, að bezt væri
að losna við Benbow á þægilegan
hátt. Með því var skilið að Kirby
vildi að Benbow færist í orrust-
unni.
325