Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 18
Höfundur notar skjaldbökur með radio senditæki á bakinu eSa í eftirdragi. Til aS
sannprófa hvort hœgt sé aS fylgjast meö ferSum þeirra frá landi. Til þess aS fylgjast
meS ferS þannig útbúinna skjaldbaka á hinni löngu leiS frá Brazilíu til Ascensioneyjar,
kunna gerfihnetlir aS reynast árangursrík hjálpartœki.
með hagstæðum straumum. Ef
skjaldbökur á leið til Ascension
syntu norður á við frá Brazilíu,
kæmu þær í þann hluta Suður-
Miðjarðarstraumsins, sem síðar
kallast Golfstraumur. Þær gætu
þá haldið sig í honum yfir hafið
niður með Vestur-Afríku og loks
til Ascension. Ef þær hins vegar
héldu með Brazilíustraumnum til
suðurs, gætu þær komizt með
Vestanvindastraumnum tilSuður-
Afríku, þá lentu þær inn í Ben-
guelastrauminn, sem sveigist til
norðurs og komist með honum
aftur inn í Suður-Miðjarðar-
strauminn á leið hans til Ascen-
sion og áfram. Tíminn, sem færi
í þessar ferðir, yrði þó mjög
langur og án matar. Auk þess
getur hitastig sjávar í Vestan-
vindastraumnum komist niður í
40 stig á Fahrenheit. Bein aust-
læg stefna, eða því sem næst, virð-
ist því vera sennilegasta leiðin
frá Brazilíu til Ascension.
Síðasta spurningin varðar rat-
skyn grænu skjaldbakanna frá
Brazilíu til Ascension. Verður þá
fyrst fyrir að hugleiða, hvar og
hvenær þær komist í einhvers
konar samband beint eða óbeint
við eyjuna. Jafnvel þótt eyjar líti
út eins og títuprjónshaus geta
farfuglar leiðrétt all mikla
skekkju á leið sinni, þegar þeir
sjá hana. Skjaldbaka getur alls
ekki séð hana nema í lítilli fjar-
lægð. Grænafjall á Ascension er
5000 feta hátt og oft þakið skýja-
bólstrum. Aðsteðjandi skjaldbök-
ur gætu ef til vill leiðrétt stefnu
sína í samræmi við ferðir fugla,
sem séð hafa eyjuna og stefna
beint til hennar. Slíkt gæti þó
aðeins komið að gagni síðustu
20 mílurnar eða þar um bil.
En um hvers konar leiðarvísir
getur verið að ræða í meiri fjar-
lægð?
Mjög lítið er vitað um ósýni-
leg fyrirbæri kringum eyjar eða
í hvaða átt þau kunna að berast,
enginn veit með vissu um bragð-
næmi, lyktnæmi eða heyrnar-
skerpu hinna grænu skjaldbaka.
Tilgátan um, að skjaldbökurnar
á leið frá Brazilíu til Ascension,
298
haldi beina leið á móti straumn-
um, verður sennilegri við það, að
þá finndu skjaldbökurnar fyrr
lyktina af eynni, væri um slíkan
efnafræðilegan leiðarvísi að ræða.
Þegar ungarnir yfirgefa eyjuna
kunna þeir að taka með sér
ógleymanlega minningu um bragð
og lykt sævarins umhverfis As-
cension. Sem fullvaxnar skjald-
bökur á leið sinni þangað aftur
kunna þær að kannast við þessi
einkenni eyjarinnar, sem berast
með vesturstraumnum, langt út
frá eyjunni og nota þau síðan
sem leiðarvísir, þar til eyjan
kemur í augsýn, enginn veit í
hve mikilli fjarlægð græn skjald-
baka finnur lykt eða bragð af
eyju, og engar upplýsingar liggja
fyrir um, úr hvaða átt farskjald-
bökurnar nálgast Ascension.
Þótt gert sé ráð fyrir, að
skjaldbökurnar fari að nota
efnafræðileg einkenni í allmik-
illi fjarlægð frá Ascension, verða
þær samt að ferðast mörg hundr-
uð mílur um opið haf, áður en
slíkra einkenna fer að gæta, og
ferð þeirra á hafinu verður að
vera hnitmiðuð. Eðlilegt virðist
vera að líta svo á, að þær styðjist
við gang himintungla á ferð sinni.
Nýlega vakti Colin Pennycu-
ick frá Cambridgeháskóla at-
hygli mína á gamalli aðferð sigl-
ingamanna, áður en nákvæm
lengdarákvörðun var möguleg.
Vissu þeir breidd ákvörðunar-
staðarins, sigldu þeir eftir átta-
vita, þar til hádegishæð sólar
sýndi, að þeir voru komnir á
breiddarbaug hins ákvarðaða
staðar, þá sigldu þeir í austur
eða vestur (eftir því í hvora átt-
ina staðurinn var) þar til tak-
markinu var náð.
Ef til vill beita farskjaldbök-
urnar svipaðri aðferð og fyrri
tíma siglingamenn. Þær kunna
að halda norður eða suður með
strönd Brazilíu, þar til þær koma
í nágrenni þess staðar, sem þær
lentu á, þegar þær sem ungar
komu þar að landi í fyrsta sinn.
Þær minnast fyrsta sambands
síns við meginlandið. Eftir það
kann áttaskynið að leiða þær
beint í austur, þar til þær fá
pata af Ascension. Tvennt er
einkum að athuga við þessar
uppástungur. Vindur og straum-
VÍKINGUR