Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 55
um vélstjórum fjölgar þó ekki nógu ört til þess að mæta eftirspurninni. Verkefni fyrir þá spretta upp í svo mörgum atvinnugreinum. Er það mikill skaði að sífeld vöntun er á æfðum vélstjórum á stóru veiðiskipin. Þar er vel borguð atvinna fyrir hendi, en sökum þess að starfið er erfitt og krefst nokkurra fórna um þægindi, sneiða menn hjá þess- ari vinnu. Menn leita þangað sem betur er að þeim búið. Ég er síður en svo að álasa ungu vél- stjórunum með því að draga þessa staðreynd hér fram. Þeir eru ekki einir um að vilja helzt vera þar sem bezt blæs. Þetta væri ekki heldur umtalsvert, ef um lítið nauðsynlegan atvinnuveg væri að ræða. En fisk- veiðarnar eru sá atvinnuvegur þjóðarinnar sem velmegun og langflest lífsþægindi fólksins bygg- ist á. Menntun vélstjóranna er og beinlínis við það miðuð, að þeir að námi loknu í Vélstjóraskól- anum, taki almennt nokkurn þátt í vélgæzlu á skipum. Þeir eru sérmenntaðir til þess starfs, eins og t. d. stýrimenn, kennarar eða læknar til þess starfs sem þeir eru menntaðir til. Það er .og þjóð- félaginu tjón, ef auð skörð eru eða illa skipuð, þar sem sérhæfðra manna er þörf. Þetta hefur verið aumur blettur á samtökunum lengst af. Þeim hefur verið borið á brýn, að þau settu námskröf- ur of háar, atvinnuréttindin væru um of tor- fengin. Reynslan hefur hins vegar löngu skorið úr um það að svo er ekki. Það eru erfið vinnu- skilyrði og stundum óvissar tekjur sem menn veigra sér við. Á farskipunum eru vinnuskilyrðin betri og öll aðbúð, enda er sjaldan hörgull á æfð- um vélstjórum þar. ——--------------------<s> Skólastjóri Vélskólans sagði nýlega í ræðu við nemendur sína, svona í gamni, að þeir mættu ekki líta á sig sem vísindamenn, þó þeir næðu prófi. Og það væri heldur engin von um að þeir yrðu það, þó þeir lærðu margt og stæðu sig vel. Átti skólastjórinn þar auðvitað við hin svo köll- uðu hærri vísindi. En orðið vísindi er býsna afstætt hugtak, í því felst svo margt. En allt um það, það eru nú einmitt vísindi, sem hann er daglega að kenna nemendum sínum, þau vinnuvísindi eða bók- vit, sem. segja má um, að daglega sé beinlínis í askana látið. Það vinnuvit sem atvinnuvegir þjóð- arinnar á núverandi stigi skiptir mestu, og mega ekki án vera. Um þetta er skólastjórinn mér ef- laust sammála. Við teljum að undirbúningsmenntun vélstjór- anna sé nú góð, og gerum okkur glæstar vonir um álit og afrek þeirra á ókomnum árum. Með þeirri kennslutækni sem nú er fyrir hendi, mætti þó ef- laust stytta verklega kennslutímann nokkuð, svo að vélstjóraefnin komist fyrr í gagnið. Vonandi taka kennsluyfirvöldin það mál bráðlega til athugunar. V-ÍKINQUR Um leið og við þökkum fyrrverandi skólastjóra og starfsliði hans fyrir vel unnin störf við upþ- fræðslu vélstjóraefna, og góða samvinnu á um- liðnum árum, lýsum við fullu tfausti á núverándi skólastjóra, og starfsliði hans. Við vonum að góð samvinna megi ávallt haldast milli stjórnenda skól- ans og Vélstjórafélagsins. -------------------------<$> Vélstjórarnir eru tækninnar menn, en þessi starfsgrein er svo ný hér á landi, að engar hefðir hafa við hana bundist, eins og sumar aðrar. Það er og heldur ekki sérlega rómantískt verk að híma í hávaða og hitasvækju undir þiljum, þegar sjó- ioftið og sólskinið leikur svalandi og styrkjándi um þá sem störf sín eiga ofan þilja. En allt um það er ekki laust við að þeir miklist nokkuð af því að vera starfandi, ef svo mætti segja, á öldufaldi tækniþróunarinnar, sem svo hátt ber nú í öllum atvinnuvegum landsmanna. Það eru engar ykjur að vélvæðingin hefur á fáeinum áratugum gjör- bylt svo velmegun manna og viðhorfi, til svo að segja flestra hluta, frá yztu nesjum til innstu dalá, að hlutir, sem áður voru nálega óhugsanlegir eru nú innan ljósmáls. En gott er að minnast þess, sem okkur var innprentað í skóla, og vil ég beina því til vélstjóranna sérstaklega, að efni 'breytist í orku, og að orka getur einnig breyzt í efni, allt eftir föstum náttúrulögmálum. Og að í náttúr- unni fáist aldrei neitt fyrir ekkert. Með öðrum orðum, við erum með þessu minntir á gamla lög- málið, „eins og þú sáir svo muntu og emmg upp- skera“. Við getum látið trú og öll andlegheit liggja hér milli hluta. Það er þó, að mínum dómi, hollt og þroskavænlegt að hafa þetta í huga í sairi- skiptum manna. Og við lítum nú á öll félagssamtökin, sem eru orðin undra mörg í okkar litla þjóðfélagi. Þau eru sum helguð málefnum sem ekki skipta mönnum í flokka, svo sem almennings styrktarfélög. En önnur eru bein hagsmunafélög, að minnSta kosti öðrum þræði, og í rauninni beint gegn einstakl- ingshyggju. Það sem mér finnst varhugavert er það, að í stjórn og framkvæmdum þessara samtaka ber uift of einmitt á einstaklingshyggju. Hver félagsheild er rekin eins og harðsnúið einkafyrirtæki með éin- okunaraðstöðu. Þetta er varhugaverð þróun. Það er sama hvort á þetta er litið af sjónarhóli vinnu- seljanda eða vinnukaupanda. Samtök vinnukaupr enda eru hér vitanlega ekki undanskilin. Islenzka þjóðfélagið iðnþróast nú sem óðast. Samtímis þjappa starfshóparnir sér saman í sambönd, fjórð- ungssambönd og landssambönd. Hvert samband er svo í framkvæmdinni gert að harðsnúnum ein- staklingi, sem steitir hnefann að hinum eiginlegu stjórnendum þjóðarinnar. S36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.