Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 21
rjCuat a$ótaÉ óuÉur
Þarna lá það í fjörunni innan-
til við gömlu trébryggjuna í Súg-
andafirði, hálffullt af sandi og
þara. Sjáanlega lá það hér sína
hinztu legu. Þetta var mótorskip-
ið Samson, tvístöfnungur, keypt-
ur hingað frá Akureyri. Sigurður
Hallbjarnarson, einn af eigend-
um skipsins og skipstjóri þess,
hafði bundið við það vonir sínar
og framtíðardrauma. Hann stóð
hér á bryggjunni og virti Sam-
son fyrir sér. Þetta skip hans
hafði strandað síðastliðið vor, í
Brimnestánni, utar í firðinum, og
verið dregið hingað af strand-
staðnum.
Sigurður sá glöggt, að skipið
var til einskis nýtt lengur. En að
gefast upp og leggja árar í bát,
var ekki að geði þessa fram-
sækna atorkumanns. Nei, aldrei,
— „alltaf má fá annað skip og
annað föruneyti."
Honum buðust margir bátar til
formennsku, og hann hafði nú
valið sér einn. Hann hét Óli, rúm-
lega tvö tonn að stærð, með tólf
hesta Dan-vél. Báturinn var eign
Árna Jónssonar, kaupmanns á
ísafirði, — eða Neskaupstaðar-
ins, eins og verzlun þessi var
nefnd vestra.
Páll Hallbjörnsson,
höfundur greinarinnar.
var súrruð ofaná skalkað lestar-
opið.
Skipshöfnin var öll á dekki, er
siglt var út með Suðureyrarmöl-
um. Sigurður stóð við stýrið. Og
mundsson, háseti (allir frá Suð-
ureyri), Magnús Helgason, háseti
(frá Bolungarvík), og Gunnar
Laxdal, háseti (Norðlendingur).
— Allir eru nú menn þessir farn-
ir til annarra heima, nema Svein-
björn og sá, er þetta ritar.
Stefnan var tekin fyrir Blakk,
og áfram yfir Látraröst, fyrir
Snæfellsnes, og stefnunni haldið
fyrir Garðskaga. Allt var í óvissu
um uppsátur syðra, en Sigurður
hugði bezt til fanga í Sandgerði
og taldi þorskinn á þeim slóðum
stærri, og styttra á miðin. En
margt fer öðru vísi en ætlað er,
því að Sandgerði sáum við aldrei
í túrnum.
Enn man ég, hve fólk á Suður-
eyri talaði mikið um þessa „fífl-
djörfu ferð,“ eins og það var orð-
að; að ætla sér að sigla þessari
litlu bátskel í skammdegi um há-
vetur, þegar allra veðra er von,
— yfir Látraröst, sem þá var tal-
in voðaleg, um Breiðubugt, Faxa-
bugt, alla leið fram fyrir Garð-
skaga, allt til Sandgerðis. — Þess
voru heldur ekki dæmi, að slík
för hefði áður verið farin. Skipt
var í 4ra tíma vaktir. Við Einar
vorum á vakt Sigurðar; Laxdal
og Magnús á vakt Sveinbjarnar.
Þegar allri vinnu á dekki var lok-
ið, fór formannsvaktin niður til
svefns.
Er við tókum við vaktinni, vor-
um við komnir suðurfyrir Blakk-
nes. Veður var ágætt, logn og
A ÓLA LITLA í JAA. 1916
Það var veturinn 1916. Við
vorum búnir að fara í nokkra
róðra á Óla frá Áramótum. For-
maðurinn, Sigurður Hallbjarnar-
son, sem var kappsfullur og áræð-
inn, taldi veiðina litla á heima-
miðum Vestfjarða og vildi nú
reyna gæfuna um meiri feng á
ókunnum slóðum. Hann lagði því
af stað á Óla litla í endaðan jan-
úar 1916, til fjarlægra stranda,
með háseta og föggur allar, svo
sem veiðarfæri, ískassa, beitu,
rúmfatnað og kost. Lest Óla var
full, og lítil þríhorna smájulla
VÍKINGUR
þegar honum fannst, að allir í
bátnum hefðu nú kvatt og veifað
nógu lengi, kallar hann til okkar
hásetanna: „Við skulum taka of-
an og fara með bænina.“ — Ekki
veit ég hve guðsorðið var ríkt í
hjörtum félaga minna, en eitt-
hvað reyndi ég að tauta ofan í
barminn eins og þeir.
Skipverjar á mótorbátnum óla
voru sex: Sigurður Hallbjarnar-
son, formaður, Sveinbjörn Hall-
bjarnarson, vélamaður, Páll Hall-
bjarnarson, háseti, Einar Guð-
heiðskírt; himinn dimmblár með
stjörnudýrð sinni hvelfdist yfir
litla bátinn, og máninn stór og
glæstur sló fölvageislum á kyrr-
látar smáöldur, er hóflega kysstu
kinnunga Óla. Allt var hljótt og
fagurt, og himnesk dýrð hvíldi
um hauður og haf.
Segir nú ekki af ferðum okkar
fyrr en við komum fyrir önd-
verðarnes. Undir Svörtuloftum
segir vélin pramm pramm, hóst-
ar um stund — og steinþagnar.
Við litum hvor framan í annan.
301