Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 34
Ég er frá Gallupstofnuninni til aS
kanna viSbrögS manna, er þeir
eru vaktir aS nóttu til.
)
Taktu ekki mark á honum. Hann er aS reyna sig viS ,J5pútnik.“
Þegar skáldsnillingurinn Alexand-
er Dumas stóð á hátindi frægðar
sinnar, fékk hann bréf frá ungum,
óþekktum höfundi, sem sendi hon-
um handrit að skáldsögu og stakk
upp á því, að þeir gengju í félags-
skap.
Dumas snarreiddist og svaraði
um hæl:
— Hvernig vogið þér yður, herra
minn að stinga upp á því við mig
að spenna hest og asna fyrir sama
vagninn. — Dumas.
Tveim dögum seinna fékk Dumas
eftirfarandi bréf:
— Hvernig vogið þér yður, hr.
Dumas að kalla mig hest! Virð-
ingarfyllst. N. N.
Dumas svaraði samstundis:
Kæri starfsbróðir. Sendið mér
yðar ágæta handrit án tafar!
-K * -K
— Hversvegna situr maðurinn
þinn og baðar út höndunum allan
tímann ?
— Jú, annaðhvort er hann að
segja veiðisögu, eða að hann er að
lýsa hvernig ég leggja bílnum okkar
við gangstétt.
I'
t
>
314
Ég kallaSi niSur í vélarúmiS og baS alla aS koma
upp — og þessi er sá eini, sem kemur.
VÍKINGUR