Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 17
mmmm ' V •>. -V. '-V. w,. .v w -v 1111 ''■ : ■ ■ iliiisiill ■ *> ■••■•■■• ■■■•• ;> • ■ ■■ •••••• -• ■• ■ V ■■•■•• ■■■- - •■■ -.-•-•• " 1-áv ' • , •' '\ • ': mrnmV -j'\X;v? v-1 'ý-v-: filllllÉ ilfili mmmmýmmmýmýmm::- Á kortinu er gert ráð fyrir aS fararstaður grœnu skjaldbakanna við strönd Brazilíu sé á sömu breiddargráðu og fyrirhugaður komu■ staður, þ.e.a.s. Ascensioneyja. Á kortinu er gert ráð fyrir að skjaldbökurnar geti haldið sig nálœgt breiddarbaugnum, þrátt fyrir af- drift, með því að styðjast við hádegishœð sólar yfir hafsbrún. í land á sama strandsvæði og Hirth hafði merkt þær á; fimmta skjaldbakan kom í land á svæði, sem hafði nýlega myndast í öldu- róti og var það áfast við stað- inn, þar sem hinar voru teknar á. Á síðastliðnum fimm árum hafa níu merki frá árinu 1960 verið endurheimt til viðbótar. Þau komu í leitirnar frá mönn- um, sem stunduðu skjaldböku- veiðar við strendur Brazilíu. Efa- gjarnir menn kunna að tileinka þessi merki tilviljanakenndum ferðum skjaldbakanna. En ef ekki er beinlínis fylgzt með ferð þeirra yfir hafið er einungis hægt að sanna ferðir þeirra frá Brazi- líu til Ascension, þegar skjald- baka, sem merkt var á Ascension, var endurheimt við Brazilíu, sleppt þar aftur og síðan tekin á ný á Ascension. Ekki er senni- legt að þetta komi fyrir. Þegar merkið kemur í vörzlu Flórida- háskóla frá Brazilíu, er venjulega búið að éta skjaldbökuna, sem það var tekið af. Þannig verður ekki um fyllstu sannanir að ræða. Skjaldbökur merktar á Ascension hafa verið við Brazilíu, aðrar hafa horfið í þrjú eða fjögur ár, en þá komið aftur til varpstaðar á Ascension, þar sem fyrst var átt við þær. Þetta sannar ekki fullkomlega að skipulagsbundnar VÍKINGUR ferðir þeirra eigi sér stað, en vaf- inn er hverfandi lítill. Þrjár grundvallar spurningar liggja fyrir til úrlausnar varð- andi þessar skipulagsbundnu f erðir: Hver er þróunarsaga varpsins á Ascensioneyj u ? Hvaða leið fara skjaldbökurnar? Eftir hvaða leiðarvísi fara þær? Vanda- málið er að gera sér í hugarlund upphaf þróunarinnar. Ef Ascen- sion hefði einhvern tíma verið miklu víðáttumeira landsvæði, gætu skynfærin, sem grænu skjaldbökurnar finna eyjuna með hafa þróast smátt og smátt sam- kvæmt náttúrunnar lögmáli sam- hiiða því að hið víðáttumikla landsvæði skrapp saman og varð að lítilli eyju. Ég á þó enn eftir að finna mann, sem trúir því að flatarmál Ascensioneyjar hafi minnkað það, sem nokkru nemur á síðustu 50 milljón árum. Dýpið kringum eyjuna gerir slíka breyt- ingu ólíklega. Eina skýringu mætti setja fram, sem varpað gæti að minnsta kosti fræðilegu ljósi á málið. Ver- ið getur að skjaldbökurnar hafi fyrst borizt til eyjarinnar af tilviljun frá Vestur-Afríku með Suður-Miðjarðarstraumnum. önnur tegund sjóskjaldbaka frá Vestur-Afríku hefur numið land við strendur Guiana norður af Brazilíu einmitt á þennan hátt. Hafi eggjafullar grænar skjald- bökur lent á Ascension af tilvilj- un, getur það hafa orðið upphaf þróunarinnar. Þegar ungarnir yfirgáfu eyjuna, gátu þeir hafa borizt með Suður-Miðjarðar- straumnum til stranda Brasilíu. Þeir gátu hafa tekið með sér fast- mótaða minningu um eyjuna, en hún síðan hjálpað þeim til að rekja slóð sína til baka, þegar þeir voru orðnir fullorðnir. Þessi tilgáta er aðeins um byrjun varps- ins og landnám skjaldbakanna á Ascension. Með henni er engin tilraun gerð til að ráða gátu rat- vísinnar. Næsta spurning er um leið skjaldbakanna milli Ascension og Brazilíu fram og til baka. f raun og veru er ekkert vitað með vissu um hana. Gera má ráð fyrir að ungarnir fylgi Suður-Mið- jarðarstraumnum til Brazilíu en hinar fullvöxnu skjaldbökur haldi beint austur stytztu leið til eyjarinnar á móti straumnum. Siíkt væri í samræmi við venjur margra fiska, fullvöxnu fiskarnir halda á móti straumnum, hið veikbyggða og reynslulausa ung- viði heldur til baka með straumn- um. Tvær leiðir aðrar koma til greina, og eru báðar hringferðir 297

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.