Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 17
mmmm ' V •>. -V. '-V. w,. .v w -v 1111 ''■ : ■ ■ iliiisiill ■ *> ■••■•■■• ■■■•• ;> • ■ ■■ •••••• -• ■• ■ V ■■•■•• ■■■- - •■■ -.-•-•• " 1-áv ' • , •' '\ • ': mrnmV -j'\X;v? v-1 'ý-v-: filllllÉ ilfili mmmmýmmmýmýmm::- Á kortinu er gert ráð fyrir aS fararstaður grœnu skjaldbakanna við strönd Brazilíu sé á sömu breiddargráðu og fyrirhugaður komu■ staður, þ.e.a.s. Ascensioneyja. Á kortinu er gert ráð fyrir að skjaldbökurnar geti haldið sig nálœgt breiddarbaugnum, þrátt fyrir af- drift, með því að styðjast við hádegishœð sólar yfir hafsbrún. í land á sama strandsvæði og Hirth hafði merkt þær á; fimmta skjaldbakan kom í land á svæði, sem hafði nýlega myndast í öldu- róti og var það áfast við stað- inn, þar sem hinar voru teknar á. Á síðastliðnum fimm árum hafa níu merki frá árinu 1960 verið endurheimt til viðbótar. Þau komu í leitirnar frá mönn- um, sem stunduðu skjaldböku- veiðar við strendur Brazilíu. Efa- gjarnir menn kunna að tileinka þessi merki tilviljanakenndum ferðum skjaldbakanna. En ef ekki er beinlínis fylgzt með ferð þeirra yfir hafið er einungis hægt að sanna ferðir þeirra frá Brazi- líu til Ascension, þegar skjald- baka, sem merkt var á Ascension, var endurheimt við Brazilíu, sleppt þar aftur og síðan tekin á ný á Ascension. Ekki er senni- legt að þetta komi fyrir. Þegar merkið kemur í vörzlu Flórida- háskóla frá Brazilíu, er venjulega búið að éta skjaldbökuna, sem það var tekið af. Þannig verður ekki um fyllstu sannanir að ræða. Skjaldbökur merktar á Ascension hafa verið við Brazilíu, aðrar hafa horfið í þrjú eða fjögur ár, en þá komið aftur til varpstaðar á Ascension, þar sem fyrst var átt við þær. Þetta sannar ekki fullkomlega að skipulagsbundnar VÍKINGUR ferðir þeirra eigi sér stað, en vaf- inn er hverfandi lítill. Þrjár grundvallar spurningar liggja fyrir til úrlausnar varð- andi þessar skipulagsbundnu f erðir: Hver er þróunarsaga varpsins á Ascensioneyj u ? Hvaða leið fara skjaldbökurnar? Eftir hvaða leiðarvísi fara þær? Vanda- málið er að gera sér í hugarlund upphaf þróunarinnar. Ef Ascen- sion hefði einhvern tíma verið miklu víðáttumeira landsvæði, gætu skynfærin, sem grænu skjaldbökurnar finna eyjuna með hafa þróast smátt og smátt sam- kvæmt náttúrunnar lögmáli sam- hiiða því að hið víðáttumikla landsvæði skrapp saman og varð að lítilli eyju. Ég á þó enn eftir að finna mann, sem trúir því að flatarmál Ascensioneyjar hafi minnkað það, sem nokkru nemur á síðustu 50 milljón árum. Dýpið kringum eyjuna gerir slíka breyt- ingu ólíklega. Eina skýringu mætti setja fram, sem varpað gæti að minnsta kosti fræðilegu ljósi á málið. Ver- ið getur að skjaldbökurnar hafi fyrst borizt til eyjarinnar af tilviljun frá Vestur-Afríku með Suður-Miðjarðarstraumnum. önnur tegund sjóskjaldbaka frá Vestur-Afríku hefur numið land við strendur Guiana norður af Brazilíu einmitt á þennan hátt. Hafi eggjafullar grænar skjald- bökur lent á Ascension af tilvilj- un, getur það hafa orðið upphaf þróunarinnar. Þegar ungarnir yfirgáfu eyjuna, gátu þeir hafa borizt með Suður-Miðjarðar- straumnum til stranda Brasilíu. Þeir gátu hafa tekið með sér fast- mótaða minningu um eyjuna, en hún síðan hjálpað þeim til að rekja slóð sína til baka, þegar þeir voru orðnir fullorðnir. Þessi tilgáta er aðeins um byrjun varps- ins og landnám skjaldbakanna á Ascension. Með henni er engin tilraun gerð til að ráða gátu rat- vísinnar. Næsta spurning er um leið skjaldbakanna milli Ascension og Brazilíu fram og til baka. f raun og veru er ekkert vitað með vissu um hana. Gera má ráð fyrir að ungarnir fylgi Suður-Mið- jarðarstraumnum til Brazilíu en hinar fullvöxnu skjaldbökur haldi beint austur stytztu leið til eyjarinnar á móti straumnum. Siíkt væri í samræmi við venjur margra fiska, fullvöxnu fiskarnir halda á móti straumnum, hið veikbyggða og reynslulausa ung- viði heldur til baka með straumn- um. Tvær leiðir aðrar koma til greina, og eru báðar hringferðir 297
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.