Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 44
ir af þessum atburði og bauð hann þá Benbow að koma til Madrid. Þar var Benbow sýnd mikil virðing og honum gefnar gjafir. Og síðar skrifaði konung- urinn Jakobi II, konungi Eng- lands um þetta atvik. Gcgnum hluxxið Jakob II taldi sig hafa not fyr- ir slíkan mann, sem Benbow var og bauð honum foringja-starf í brezka flotanum. Benbow tók við stöðunni, en aðrir foringjar Jitu undantekningarlaust niður á hann. Sagt var að hann hefði komið „gegnum klussið." Það var talið meira virði að vera kominn úr tiginni ætt, heldur en vera duglegur og áræðinn. Og félag- arnir héldu, að úr því að Benbow gortaði ekki af fjölskyldu sinni, þá hlyti hann að vera af lágum stigum. Benbow komst brátt í hann krappann. Hann var sendur til baráttu við sjóræningja, semóðu uppi um þessar mundir. Hann átti í mörgum sjóorustum, þar sem hann sýndi mikla áræðni, hæfileika sem sjómaður ogmikil- hæfni sem hermaður, sem náði geysilegum árangri í baráttunni við sjóræningjana. Sérlega gat hann sér mikinn orðstír við árás á St. Malos. Hann gerði árás á þetta sterka vígi, sem var staðsett á norður- strönd Bretagneskaga. Hann var með 10—12 stríðs- skip og 4 sprengjuárásarskip. Vígið og mörg frönsk herskip var eyðilagt. En litli floti Ben- bows slapp með öllu, og það meira aðsegja án þess að missa einn mann. Vilhjálmur III tók við konung- dómi af Jakobi II. Hann gerði Benbow að undirsjóliðsforingja og sendi hann til að hafa umsjón með siglingaleiðum Vestur-India. Átti Benbow að halda sjóræn- ingjum í skefjum og fylgjast með spönskum gullflutningaskip- um. Enski konungurinn bjóst við styrjöld þá og þegar við Spán- verja. 324 Etnart avar Benbow leysti störf sín vel af hendi, konungi til velþóknunar. Konungur gerði því Benbow við heimkomuna að vara-aðmíráli. Náðu þá margir starfsfélagar hans ekki upp í nef á sér fyrir öfund og höfðu í flimtingum, og einn þeirra sagði einhverju sinni með merkilegri rödd: — Hvert er álit yður? Eiga óbreyttir hásetar að ráða yfir ,,gentlemen?“ Benbow tók svívirðingunni með gætni og svaraði skynsamlega: — Það er ekki hægt að koma í veg fyrir að háseti verði yfir- maður, bara af því að hann er háseti. Og enginn „gentleman" á að hækka í tign, bara af því að hann er „gentleman.“ Brátt varð á ný not fyrir áræð- inn og duglegan brezkan flota- foringja á sjóleiðum Vestur- India. En Vilhjálmur konungur III var ekki á því að senda Ben- bow aftur. Fannst konungi Ben- bow eiga rétt á að vera heima um hríð. Konungur sendi því eftir nokkrum „gentlemönnum“ í flot- anum. En að lokum varð hann að láta forsætisráðherrann leita uppi Benbow. I desember 1701 lagði varaad- míráll Benbow út frá Spithead á 70 fallbyssnaskipinu „Breda.“ Stefnan var sett á Vestur-Indíur. Þar átti hann að ná á sitt vald spönsku gullflutningaskipunum. I upphafi naut Benbow aðstoðar all- stórrar flotadeildar. Benbowbarð- ist við sjóræningja, náði aftur herteknum brezkum skipum og vann sér margt til álitsauka. — Hann komst líka í kast við spánska skipalest gullflutninga- skipa, en varð frá að hverfa vegna öflugrar herskipafylgdar lestarinnar. I ágúst 1702, þegar Anna drottning tók við ríkjum af Vil- hjálmi III, lá skip Benbow við Haiti. Honum fylgdu sex önnur skip. Benbow frétti að landsstjóri Haiti, admíráll Du Casse, væri á leiðinni með 22 skip. Þarna var eitthvað að gramsa í, hugsaði Benbow. En Du Casse fékk hugboð um að allt væri ekki með felldu, og þegar hann frétti af afrekum Benbows, sendi hann kaupskipin í vopnaðri skipalest til Vera Cruz og Havana. Sjálfur hélt hann með 10 herskip í áttina til Carta- gena. Flota Benbows myndaði skipið „Defiance,“ sem hafði Kirby sem foringja. Skipið var búið 64 fallbyssum. Þá var 54ra fall- byssuskipið „Greenwich“ undir stjórn Wade, „Ruby“ með Walton sem stjórnanda. „Windsor“ með Constable, „Pendennis“ með Hudson og „Falmouth“ með Vin- cent sem ráðamann. Síðasttöldu fjögur skipin voru hvert um sig búið 50 fallbyssum. Fjögur frönsku skipanna voru hvert um sig með 60—70 fall- byssur. fíagir foringjar Síðdegis 19. ágúst kom Benbow auga á frönsku flotadeildina nokkur hundruð sjómílur frá Santa Marta með stefnu í vestur. Benbow fyrirskipaði árás, en bæði „Defiance“ og „Windsor“ hikuðu. Admíráll Benbow bölvaði og sendi foringjum skipanna reiðilegar áminningar. — Þegar hann gaf skipun um að skjóta, komu bæði herskipin í hægðum sínum og skutu aðeins nokkrum sinnum. Benbow skaut af öllum kröft- um á frönsku flotadeildina, en fékk aðeins lítilfjörlega aðstoð frá öðrum skipum sínum. Allt í einu sveigðu ,,Defiance“ og „Windsor" frá. Aftur sendi Ben- bow þeim orðsendingu, en án nokkurs árangurs. Nóttin kom yfir, og Benbow hélt sig í námunda við Frakkana. I dögun kom hann ekki auga á neitt skipa sinna nema „Ruby.“ Frakkar flýðu, en Benbow elti þá. „Breda“ og „Rugby“ komust í skotfæri og létu dynja á Frökk- unum. önnur brezku skipanna voru horfin. Benbow var mjög illur og tjáði næsta yfirmanni sínum á „Breda“ að hann myndi láta foringja hinna skipanna fyrir herrétt. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.