Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 40
Allt frá því að símstöð var fyrst sett á stofn í Höfn í Hornafirði árið 1924, starfaði ég við hana, fyrst í ígripum ásamt systrum mínum önnu og Ástu, sem voru fyrstu stöðvarstjórarnir, og síðar sem stöðvarstjóri frá 1931 til 1942, þegar reist var nýtt stöðvarhús vegna f jölsímasambands, sem þá var komið á við Reykjavík, vafalaust mest vegna hinna miklu herstöðva, sem bandaríski her- inn hafði sett upp á Hornafirði. Nú hefur ritstjóri Víkings farið þess á leit við mig, að ég segði frá því atviki, sem mér er eftirminr.ilegast frá þessu starfstímabili, en það var þegar v.s. Narfi var með brotið stýri og bilaða vél að velkjast í stormi og stórsjó í miðju tundurduflabeltinu úti fyrir Austfjörðum. Það var laugardaginn 27. sept. 1941 klukkan 4 síðdegis. Súðin var nýfarin út af Horna- firði, full af farþegum, en mikið hvassviðri var á. Eins og kunnugt er, er innsiglingin inn á Horna- fjörð mjög vandfarin: örmjótt sund fyrir opnu hafi, straumur með sjávarföllum, brimasöm og harður straumur með sjávarföllum, og því ekki farin, nema af þaulkunnugum, öðru vísi en með hafnsögumanni og verður að sæta sjávarföllum. Má geta nærri að það er oft hættulegt starf að vera hafnsögumaður í Hornafirði og fylgja skipum á smákænu út og inn um þetta þrönga sund út á opið haf, þegar illa viðrar. Þegar þetta var, hafði nýlega verið sett upp talstöð í sam- bandi við símstöðina í Höfn, og átti einnig að gæta hennar og hlusta á báta á vissum tímum, ef þeir kynnu að þurfa að hafa samband við land, eða þyrftu á hjálp að halda, en náðu illa til Vest- mannaeyja eða Reykjavíkur, og kom það sér oft vel fyrir báta, eins og í þetta sinn. Þótt ekki væri kominn hlustunartími hjá mér, þótti mér samt vissara að hafa samband við Súðina, til þess að vita, hvort ekki hefði allt gengið klakklaust hjá henni að komast út ósinn og hafnsögumanninum að komast inn aftur. Ég opnaði því talstöðina í því skyni að kalla á Súðina. Heyri ég þá, að eitt- hvert skip er að kalla ýmist í Vestmannaeyjar eða Reykjavík, og að Súðin svarar þá rétt í sama bili. Segist þetta skip vera v.s. Narfi frá Akureyri, og sé hér ósjálfbjarga í miðju tundurduflabeltinu með brotið stýri og bilaða vél. Segist hann hvorki ná í Vestmannaeyjar eða Reykjavík og spyr, hvort eng- in talstöð sé nær, sem hann geti náð sambandi við, og segir Súðin honum þá að það sé höfn í Horna- firði. Svara ég nú Narfa og segir hann mér allt um það, hvernig sé ástatt fyrir honum og hvar hann sé staddur í lengdar- og breiddargráðum. Biður hann mig að hringja til Austfjarða og reyna að útvega skip til að koma sér til bjargar og draga sig til lands. Ég sagðist að sjálfsögðu skyldi gera allt, sem ég gæti, en það stæði nú svo illa á, að það væri hringingarlaust frá Hornafirði í allar áttir, síminn hefði eitthvað bilað í hvassviðrinu og mér þýddi því ekkert að hringja, en ég skyldi sitja með símtólið við eyrað, ef ske kynni að einhver kæmi inn á línuna, því að ekki væri mín talstöð nógu sterk til að ná til Vestmannaeyja eða Reykjavíkur, en á Austfjörðum var engin talstöð, nema í bátum, sem ekki heyrðu til Hornafjarðar. Settist ég nú með símtólið við eyrað, en hafði jafnframt stöðugt samband við Narfa og spjallaði við hann annað slagið. En þar sem ég hafði ekkert vit á sjó- mennsku, spurðist ég lítið fyrir um það, hvernig bilunin á bátnum hefði atvikast, og kann því ekk- ert frá því að segja. Sömuleiðis láðist mér alveg að spyrja um nafn skipstjórans. Var það hálf ömurlegt og tók á taugarnar að sitja þannig og geta ekkert aðhafst annað en bíða undir slíkum kringumstæðum. Bót var þó í máli, að veðrið var heldur að lægja. Leið nú og beið, þar til klukkan var langt gengin sjö. Þá heyri ég loksins í Gísla mínum Guðmundssyni, stöðvarstjóra á Djúpavogi. Var ég þá ekki sein að hrópa í hann og biðja hann aðstoðar, því að hann gat hringt á Austfirði. Tók nú Gísli að sér að leita fyrir sér á Austfjörðum, einkum Norðfirði, þar sem flestir bátar voru, eftir bát, sem vildi fara út að sækja Narfa. Bað ég Gísla blessaðan að koma inn á línuna við og við, og lofa okkur Narfa að fylgjast með, hvernig gengi að fá bát. Og ekki leið á löngu, þar til Gísli tilkynnti okkur, að hann hefði fengið v.s. Magnús á Norðfirði til þess að fara Narfa til hjálpar, og hefði gefið honum upp í gráðum, hvar Narfi væri staddur, en það mun hafa verið einhversstaðar suðaustur af Hvalbak, og var því drjúgur spölur þangað frá Norðfirði. Er Gísli hafði svo sagt okk- VlKINGUR 320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.