Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 41
ur, að nú væri v.s Magnús lagður af stað, kvaddi ég Gísla með virktum og þakkaði honum aðstoðina, því að nú gat hann ekki meira gert, enda búinn að gera vel, en ég hélt opnu sambandinu við Narfa. Þótt v.s. Magnús hefði talstöð, eins og flestir bátar höfðu þá, var hún þó ekki sterkari en svo. að hvorki ég eða Narfi heyrðum í honum, fyrr en hann fór að nálgast Narfa. En jafnvel eftir að þeir höfðu náð sambandi hvor við annan, vildi ég þó ekki sleppa sambandinu við þá, því að alltaf gat eitthvað komið fyrir í vondu veðri og á þessum hættulega stað, sem gerði það að verkum, að þeir þyrftu á aðstoð að halda. Sátum við því við talstöð- ina alla nóttina til skiptis, ég og aðstoðarstúlka mín við símann, sem ég hafði orðið að fá mér, eftir að hernámið hófst, og fyrst hafði komið lítill flokk- ur brezkra hermanna, en nokkru síðar fjölmennt lið Bandaríkjamanna, sem heimtuðu símasamband hvenær sem var, jafnt á nóttu sem degi, og að jafnaði höfðu þeir vörð á símstöðinni hjá mér oft- ast allan sólarhringinn. Veðrið fór nú að vísu batn- andi, en stranglega var bannað að minnast á veöur í talstöðvum og útvarpi á stríðsárunum, svo að ekki þorðum við að nefna slíkt. Heldur fór nú samt að strjálast sambandið við Narfa eftir því sem á nóttina leið og eftir að m.s. Magnús hafði fundið hann og var lagður af stað til lands með hann í eftirdragi. Síðast kallaði ég til Narfa klukkan tíu um morguninn. Svaraði þá Narfi ekki, en Magnús svaraði og sagði, að talstöðvargeymarnir hjá Narfa hefðu tæmst fyrir skömmu og væri því ekki hægt að ná sambandi við hann lengur. En annars sagði hann að allt væri í bezta lagi og hann væri kominn með Narfa inn á Papeyjarál „í ansk. .. . ósköp góðu veðri.“ Og þá varð mér bylt við, því að inni á biðstofunni sátu nokkrir Ameríkanar og hlustuðu á, en ekki vissi ég hvort þeir höfðu tekið eftir því eða skilið það. Kvaddi ég þá Magnús í atburöur skyndi og sagði, að hann mundi víst ekki þurfa meira á mér að halda, og taldi hann það ekki vera, enda mundi hann bráðlega ná sambandi við bát- ana á Norðfirði. Frétti ég svo síðar um daginn að Magnús væri kominn með Narfa til Norðfjarðar heilu og höldnu, og nokkrum dögum síðar að Narfi væri kominn til Akureyrar. En svo var það nokkru síðar, að Þorleifur Jóns- son, alþingismaður og hreppstjóri á Hólum, sem einnig var stöðvarstjóri þar, hringir til mín og spyr, hver hafi verið við talstöðina í Höfn, þegar VlKINGUR Narfi bilaði í tundurduflabeltinu. Mér varð hálf bilt við, því að mér fannst hann eitthvað svo leynd- ardómsfullur. Minntist ég þess, sem Magnús hafði sagt um veðrið á Papeyjarálnum og flaug í hug, að nú hefðu Ameríkanarnir kært okkur fyrir að tala um veðrið. Ég sagði Þorleifi því, að ég hefði verið mest við hana sjálf og tæki ábyrgð á öllu, sem sagt hefði verið í stöðina. Gaf Þorleifur ekkert út á það, þakkaði mér aðeins fyrir upplýsingarnar og kvaddi. Heyrði ég svo ekkert frá honum meir og gleymdi þessu brátt. Nokkrum vikum síðar kom Esja á Hornafjörð og kom Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri í land og leit hann inn til okkar, því að hann var góður kunn- ingi okkar. Faðir minn fór til dyra og bauð honum til stofu og kom svo til mín og sagði mér gestkom- una. Bar ég þeim svo kaffi og spjölluðum við nokkra stund. Allt í einu snýr Ásgeir sér að mér og segir: „Ég er með málverk til þín.“ Ha? Hvað segirðu? Til mín!“ segi ég steinhissa. Já, til þín. Það er frá Sverri Þór? „Hver er nú það og hvernig stendur á því?“ segi ég nú enn meira hissa. „Nú, hvað er þetta, veiztu það ekki? Það er skip- stjórinn á Narfa, sem þú hjálpaðir, þegar hann var að velkjast bjargarlaus í tundurduflabeltinu út af Austfjörðum." Þrífur hann síðan stóran pakka, sem hann hafði stillt upp við vegg og dregur þar upp úr málverk af Öræfajökli eftir Jón Þorleifsson, með áletruð- um silfurskildi frá skipshöfninni á Narfa. Og þá rann upp fyrir mér ljós, að það hefði ekki verið út af neinum kærumálum, S'em Þorleifur í Hólum spurði mig, hver hefði verið við talstöðina þetta umrædda sinn. Sagði hann mér svo skömmu síðar, er ég spurði hann, að Þorbjörg dóttir sín, sem gift er Þorsteini Thorlaciusi, föðurbróður Sverris Þórs, hefði hringt til sín og beðið sig að komast eftir því, hver hefði verið við talstöðina í þetta skipti. Sagði hún honum, að skömmu eftir að Narfi kom heim til Akureyrar úr volkinu, hefði skipstjórinn, og að mig minnir, öll skipshöfnin, farið á mál- verkasýningu, sem Jón Þorleifsson, listmálari hafði opnað á Akureyri. Eitt fyrsta verkið, sem þeir ráku augun í á sýningunni, var þetta málverk af Öræfajökli, en Öræfajökull hafði ein- mitt verið það fyrsta, sem þeir sáu af landinu, er þeir nálguðust það í þessari eftirminnilegu ferð (eins og víst raunar oftast er, þegar skip nálgast landið úr þeirri átt). Hafði þeim þá flogið í hug og orðið sammála um, að þarna væri tilvalin gjöf handa bjargvættinum sínum við talstöðina í Höfn í Hornafirði. Og þeir létu ekki sitja við orðin tóm! Kann ég svo ekki þessa sögu lengri, en óska að lokum mínum gömlu, góðu viðskiptavinum frá þessum árum, austfirzku sjómönnunum, allrar blessunar með þökk fyrir samskiptin. Hulda Fr. Þórhallsdóttir. 321

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.