Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 72
f
Haraldur Ólafsson, skipstjóri,
In memoriam
yfir á togarana. Á þeim var hann
fram til 1938, en fór þá í land eftir
47 ára veru á sjónum, og eftir það
vann hann alla algenga vinnu í
landi, meðan heilsa og kraftar ent-
ust, lengst af hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur.
„Nú opnar fangið fóstran góða
Og faðmar þreytta bamið sitt“.
* *
Svo sagði Þorsteinn Erlingsson
skáld.
Þeir hafa margir farið þreyttir
að hátta að enduðum ævidegi, dreng-
irnir, sem fóru að róa á árabátun-
um á síðasta tug nítjándu aldarinn-
ar og hafa komist til hárrar elli,
því þeir eiga margir hálfrar aldar
sjómennskuferil að baki sér. Lík-
lega eitthvert erfiðasta tímabil hjá
íslenzkum sjómönnum.
Einn af þessum mönnum var til
grafar borinn 28. sept. 1965, Eirík-
ur Eiríksson, skipstjóri frá Breið-
inni.
Hann var fæddur á Akranesi að
bænum Breið 30. apríl 1879, sonur
hjónanna Ingveldar Einarsdóttur og
Eiríks Tómassonar, sjómanns, en
föður sinn sá Eiríkur aldrei, því
hann drukknaði tveimur mánuðum
áður en hann fæddist. Hann ólst
upp með móður sinni og stjúpa,
Jóni Guðnasyni, þar til hann fór til
Reykjavíkur 1902 og ætlaði sér að
læra trésmíði, því hann var hagur
vel, en sjómennskan varð þar yfir-
sterkari.
Ég býst við að lát hans færi fram
hjá mörgum eldri sjómönnum, ef
hann væri ekki kallaður Eiríkur á
Breiðunni, en undir því nafni gekk
hann frá æsku til æviloka. Hann
lézt að Hrafnistu 20. sept. 1965, þá
farinn af kröftum.
Mín fyrstu kynni af þessu nafni
voru bundin þrennskonar eigin-
leikum, í fyrsta lagi að hann var
frábær dráttarmaður á færi, í öðru
lagi að hann væri sterkari, en al-
mennt gerðist og í þriðja lagi að
hann væri orðvar, stillinga- og geð-
spektarmaður. Þessu öllu átti ég
eftir að kynnast áþreifanlega, nema
færafiskiríinu, því okkar samvera
byrjaði á togara og hélst hún nær
óslitið um 20 ára skeið, og naut ég
í ríkum mæli þessara kosta hans.
Hann byrjaði um fermingaraldur
að róa á árabátum, fór síðan á
skúturnar, þegar þær komu til sög-
unnar. Eins og margir ungir menn
fór hann á Stýrimannaskólann og
lauk þaðan fiskimannaprófi árið
1905 og var síðan stýrimaður og
skipstjóri á skútunum nær óslitið
fram undir 1920, en þá fór þeirri
útgerð að hnigna, og fór þá Eiríkur
Akranes hefur miðlað íslenzkri
sjcmannastétt mörgum góðum
drengjum, og var Eiríkur á Breið-
inni einn af þeim, og til gamans vil
ég geta þess, að hann var síðastur
lifandi af þeim Kátu Körlmn á
Kútter Haraldi, sem hin þjóðkunna
vísa getur um, og að líkindum við
burtför Eiríks mun nú vera hægt
að finna aðeins tvo skútuskipstjóra
á lífi.
Hann giftist 23. nóvember 1910
eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Ei-
ríksdóttur frá Eiríksbæ hér í borg,
og hér hafa þau búið allan sinn bú-
skap. Þeim varð þriggja barna auð-
ið, sem öll eru á lífi: Soffíu, sem
er búsett í Borgarnesi, Sigurbjörgu,
búsetta á Seltjarnarnesi og Gunnar,
húsasmíðameistara, búsettan hér í
borg.
Guðrúnu ekkju Eiríks, sem nú er
þrotin að heilsu og er á sjúkradeild
Hrafnistu, og börnum þeirra votta
ég mína fyllstu samúð, og svo að
endingu, þegar Eiríkur er lagður
upp í hinztu ferðina, þakka ég hon-
um af alhug alla samveruna og
hans traustu handtök, og að Guð
leiði hann til öruggrar friðarhafnar.
Nikulás Kr. Jónsson.
Um þilskipin
Þau eru fyrstu framaspor,
til frelsis, sem hér voru stigin,
þau geyma vonir, vit og þor,
þess vilja, sem er til grafar hniginn.
H. Bjarnason.
Þessa vísu gerði Hálfdán Bjarnason frá fsafirði
í haust, þegar tvö líkön, kútter og skonnorta, er
hann smíðaði fóru suður.
352
VÍKINGUR