Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 24
Yfirburðir d öllum sviðum nema kaupskipum Háværar kvartanir í blöðum yfir getuleysi kaup- skipaflotans og litlum smíðapöntunum hjá skipa- smiðjum í Bandaríkjunum linnir ekki, jafnvel styrkir ríkisstjómarinnar leysa ekki vandann. — Formælandi skipaeigenda í Bandaríkjunum, Mr. Ralph E. Casey, vakti athygli manna á þessu vandamáli í ræðu er hann hélt við skólaslit í Ríkis- háskólanum í New York, siglingafræðideild. Ræðu- manni farast svo orð: Vér lítum svo á að U.S.A. sé stjórnmálalega, fjárhagslega og hemaðarlega sterkasta þjóðfélag, sem nokkumtíma hefir verið til í heiminum. Fi’amfarir þjóðarinnar í geimvís- indum hafa verið sannaðar svo ekki verður um villst. Framfarir í læknavísindum á ýmsum svið- um hafa verið svo stórkostlegar, að enginn hefði trúað því fyrir 10—15 árum að slíkt væri mögu- legt. „Manni, sem hefir starfað mestan hluta ævi sinnar við ameríska kaupskipaútgerð, eins og ég hefi gert, virðist þjóðin taka framförum á öllum sviðum nema í útgerð kaunskina.“ Og Mr. Casey segir ennfremur: I kaupskipaflota Bandaríkjanna eru vissulega ný skip, sem eru um búnað allan ein- hver hin beztu sem þekkjast, en samt sem áður voru í bvrjun þessa árs, 65 af hverjum 100 20 ára gömul eða meira, og í einkaeign voru 963 skip, en 1,138 fyrir 10 árum. En ef við svo lítum á verzlunarskipaflota Rússa, segir Mr. Casey, voru fvrir 13 árum síðan 1 skip af hverjum 9 af skipaflota heimsins í eign U.S., en 1 af hverjum 24 í eign Rússa. Fyrir einu ári hafði sú breyting á orðið, að 1 af hverjum 17 skip- um bar „Stars and Strines," en 1 af hverjum 14 bar „Hamar og Sigð.“ Og ræðumaður bætti við: Ef við áttum okkur ekki á því, sem hér er að ger- ast, líður ekki á löngu að Rússar komist langt fram úr okkur. Takmark þeirra er að auka verzlunar- flota sinn, sem nú er 7 milljónir lesta Dw, í 25 milljónir Dw. lestir. Eftir Shipb. and shipping Rec. H.J. Alla þessa löngu nótt var sag- að í vindinn, sem nú hafði geng- ið meira til norðurs. Bylurinn hélzt hinn sami, með vaxandi frosti. Allt var sýlað og frosið. Svo birti af degi. Nú urðu allir sem gátu að fara í að berja klak- ann. Sigurður vék aldrei frá stýrinu. Hann sat á lúgu, er var á dekkinu aftan til við vélarhús- kappann, hélt í stýrissveifina og rýndi í sortann og öldurnar. — Gunnar Laxdal sat gegnt honum með bakið í bylinn og báruna, og skýldi augum Sigurðar fyrir vindi og vatni með sínum stóra og sterklega skrokk. Sveinbjörn annaðist vélina, sem malaði án afláts. Við hinir þrír börðum klakann. Það var erfitt verk og árangurslítið, því klakinn var svo klessulegur, að nær ómögulegt var að fá hann til að brotna af. Vantar, mastur og allt ofan- dekks var hlaðið klaka. Báturinn var orðinn siginn í sjó. Hver bára sem kom, þó lítil væri, gekk yfir hann, en skildi samt alltaf eitthvað eftir, sem frosið gat. Enginn okkar hafði fengið vott né þurrt frá því veðrið skall á, enda allt í lúkarnum á tjái og tundri. Óli var nú orðinn þung- ur og að því kominn að sökkva undan þunga þessa klessulega klaka. Menn gerðu sér litlar von- ir. Það þurfti kraftaverk — og það kom. Sólargeisli brauzt gegnum sort- ann. Það rofaði til. Einhver hróp- aði: „Þarna er land!“ Já, þarna mótaði fyrir landi. Það var alhvítt, en við þekktum það* strax af sérkennilegu lagi þess: Það var Snæfellsjökull. Við vorum djúpt úti og höfð- um stefnu fyrir öndverðarnes. — Ósegjanlegur gleðistraumur fyllti hugi skipverja, og máske einhver þeirra hafi þakkað Guði landsýnina. — Stefnunni var nú breytt til lands og keyrt inn á Dritvík. Þar lágu tveir kútterar frá Patreksfirði. Skipstjóri ann- ars þeirra lét okkur fá stóra trossu, svo við gætum legið aft- an í skipi hans. Þessi vingjarn- legi skipstjóri lét svo nokkru síð- ar draga óla upp að skipi sínu, bauð okkur öllum yfir til sín og lét bera okkur heita kjötsúpu. I Drítvík lágum við í nær heila viku. Þetta var mannskaðaveður. Tvö íslenzk skip fóru í hafið með manni og mús. Okkur skipverj- um á Óla fannst páskahátíðin þarna í Dritvík dimm og dauf- leg. Við urðum matarlausir og allslausir af öllum gæðum þessa heims. Gleðin við heimkomuna varð sönn og unaðsleg, því að flestir þar voru hræddir um afdrif okkar. 304 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.