Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 65
Það er ekki nýtt að froða, sem framleidd er úr kemiskum efn- um sé notuð til eldvarna, einkum olíubruna. Talið er að um 40 ár séu síðan sú aðferð kom til fram- kvæmda. En ný tegund slíkrar FROÐU er nú að komast í gagn- ið og talin gefa góða raun. — Letskum er hún nefnd á Norður- landamálunum, á ensku — High Expansion Foam, Hiex. Það sem að mestu varðar þeg- ar slökkva skal eld, er að stöðva aðstreymi súrefnis til þess hlut- ar, sem er að brenna. Takist það, gildir einu, hve eldfimur hann er, hann hættir að brenna, eldurinn slökknar. Á meðfylgjandi mynd sjáum við froðuna streyma inn í rúmið. Sé það lokað, er það fljót fyllt, svo fyrirferðarmikil er froðan. Þó eldur sé þar laus, ein- angrast hann fljótlega og missir næringu. Tækin sem gera þessa froðu eru mjög einföld. Aðaltækið er aflmikill blásari, sem dælir lofti í gegnum nælonnet eða dúk. Yfir netinu er vatnsúðari. Vatnið er blandað, eða látið blandast jafn- óðum hraðverkandi freyðiefni, þegar það blandast loftinu, mynd- ast froða, sem þrýst er eftir víð- um pípum til þess staðar, sem eldur er laus. Þessa léttu froðu má framleiða í nálega ótakmörk- uðu magni, sé nægilegt vatn og froðuefni fyrir hendi, svo og orka fyrir blásarann. Það er því engum erfiðleikum bundið að fylla vélarúm, jafnvel í stóru skipi, og kæfa eld þar á skömm- um tíma. Sjó má nota í stað vatns, en það útheimtir nokkuð meira af froðuefninu. Þessi létta froða er mjög áhrifamikil gegn eldsvoða, og ekki sakar þó menn lendi í henni stutta stund, og er það öfugt við kolsýruna C02, sem er bráð- hættuleg. Þó menn lokist inni í rúmi, sem fyllt er létt froðu, geta menn andað um stund, með því að breiða t.d. rýju fyrir vitin. Venjulegar gasgrímur má ekki nota, því vatnsdropar setjast í fíltið, sem í þeim er og stífla það. VÍKINGUR Froðan orsakar ekki andarteppu og er að mestu lyktarlaus. Lendi maður í slíkri froðu, er ráðlegt að vera á stöðugri hreyfingu og „synda“ með höndunum til þess að vera stöðug í nýrri froðu. Að öðrum kosti eiga menn á hættu að lenda í alveg súrefnislausu lofti, því að það sem froðan ger- ir, er að hindra aðstreymi súr- efnis. Þetta atriði, að geta andað um stund í froðunni, er næsta mikil- vægt, það gefur möguleika til þess að bjarga fólki, sem lokast hefir inni í herbergjum. Því er haldið fram, að hugsanlegt sé að halda mótorvélum í gangiífroðu- fylltu vélarúmi, sennilega yrði þá að koma fyrir síum á loftinn- takið og ef til vill leiðingu utan- frá. Froðan leiðir ekki rafmagn, en varað er við, að fara inn í froðufyllt rúm með rafmagnleið- ara með yfir 500 V spennu eða meira. Froðubólurnar sem falla saman, orsaka vætu á þiljum og öðrum hlutum, og getur sú væta orsakað útleiðslu og jafnvel skammhlaup. I öryggisskyni er því krafist, að straumur sé rof- inn áður en farið er inn í froðu- fyllt rúm. Vatnsskaðar verða eng- ir af áminstri froðu í vélarúm- um, og vélahluti og tæki sakar ekki. Froðan fellur hægt saman og verkar nánast eins og strokið væri yfir hlutina með rökum klút. Af tilraunum þeim, sem gerðar hafa verið hér á landi, (Svíþjóð) og þó einkum í U.S.A., þar sem ýtarlegar tilraunir hafa verið gerðar, má sjá, að þessi létta froða hefir mikla kosti og góða til þess að kæfa eld bæði í véla- og ketilrúmum og að því er virð- ist í öðrum vistarverum á skips- fjöl. Froðan verkar fljótt, er auð- veld í meðförum. Tækin, sem framleiða froðuna eru fyrirferða- lítil, örugg og ódýrari en þau, sem nú eru í notkun og lögboðin. Þess má einnig geta að Norske Veritas mun á næstunni gefa út reglur um notkun þessara nýju tækja til brunavarna. ----o----- Að efni til eftir sænska tíma- ritinu Sjömannen. H.J. Hér fá ungir menn fræSslu um hœttulega bruna og varnir gegn þeim. Kennarinn sýnir nemum sinum sakleysislegar tunnur, sem þó geta verið hcettulegar eftir innihaldi. 345

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.