Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 47
ENGIN KEÐJA
ER STERKARI
EN VEIKASTI
HLEKKURINN
TRYGGING ER
NAUÐSYN
ALMENNAR
TRYGGINGARg
PÓSTHIÍSSTRÆTI 9
SÍMI 17700
Haraldur Ólafsson, skipstjóri
sjötugur
Þekktur og vinsæll skipstjórn-
armaður, Haraldur Ólafsson,
varð sjötugur 2. des. sl.
Margir eru þeir eflaust orðnir,
sem notið hafa fyrirgreiðslu og
góðvildar Haraldar þau meira en
fjörutíu ár, sem hann sigldi á
skipum Eimskipafélagsins, þar
af um tvo áratugi sem skipstjóri,
og enn síðustu árin oft í afleys-
ingum á ýmsum skipum. Aðrir
en ég munu betur kunna segja
skipstjórnarsögu Haraldar og
feril þessa farsæla manns í
starfi, en ég vildi hér minnast á
smáatburð, sem mér er og verður
ætíð minnisstæður.
Það mun hafa verið sumarið
1934 er ég, óharnaður unglingur
og lítt enskukunnandi, kom frá
Lundúnum til Hull og átti að fara
þar um borð í skip og til íslands.
En þegar til Hull kom var þar
ekkert slíkt skip sjáanlegt og ó-
vitað um það, eftir því sem næst
varð komizt.
Eftir að hafa ráfað um borg-
inn fram eftir degi og gætt þess
að villast ekki fjarri höfninni,
glaðnaði mjög yfir mér við að
sjá skorsteinsmerki Eimskipafé-
lagsins, en þegar að skipshlið
kom, tók ekki betra við. Hvatleg-
ur stýrimaður var í óða önn að
snara landgang, leit tæpast upp,
en krafðist farmiða, og þar reis
vandamálið! Ekki hafði verið
hugsað fyrir þeim möguleika, og
var þá ekki annað að gera en
stynja upp því, að móðir mín
mundi eflaust sjá um, að staðið
væri í skilum þegar heim kæmi.
Stýrimaður brá þá fyrir sig
ensku máli og sagði: „I see said
the blind man who could not see
at all," en bætti við: ,,um borð
með þig strákur." Hann gerðist
þannig ábyrgur fyrir fargjaldi
ókunnugs unglings, semekkimátti
á annan veg firra alvarlegum
vandræðum, en skipaferðir frá
Bretlandi til Islands voru þá ein
eða tvær í mánuði og ekki aðrar
Haraldur Ölafsson, skipstjóri,
samgöngur utan þá er togarar
rákust inn til Grimsby, sem þó
var sjaldnast á þeim árum að
sumarlagi vegna síldveiða heima
fyrir.
En því segi ég þessa sögu, að
ég tel hana táknræna fyrir ævi-
starf Haraldar Ólafssonar, stýri-
mannsins unga fyrir rúmum
þrjátíu árum, sem síðari kynni
hafa sannað mér, að jafnan hefur
verið boðinn og búinn að liðsinna
lítilmagnanum. Gæti ég margt
sagt um góðvild og manngildi
Haraldar, hvernig hann hefur
rekið erindi manna gagnvart ætt-
ingjum þeirra erlendis, sem átt
hafa í örðugleikum, og hvernig
hann hefur reynzt í garð fóstur-
barna sinna, tengdafólks og
niðja. Er fágætt að farmaður,
sem svo mjög hefur verið fjar-
verandi frá heimili sínu, hafi
orðið slíkur bústólpi og úrræða-
maður þeim, sem heima sátu.
Ég veit að stéttarbræður Har-
aldar minnast hans mætar en ég
og vildi ég hér eingöngu fá að
láta fylgja vott þakklætis fyrir
æskugreiðann og trausta vináttu
síðan, ásamt árnaðaróskum frú
Ástu og Haraldi til handa.
Hilmar Foss.
VÍKINGUH
327