Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 49
Matsveina- og veitingafijónaskélinn -------------------------------10 ÁRA Matsveina- og veitingaþjóna- skólinn var vígður 1. nóvember 1955 og er því um þessar mundir 10 ára. Vegna þessara tímamóta hefur verið farið á leit við mig, að ég ritaði í Víkinginn um stofn- unina og er mér ljúft og skylt að verða við því. Þegar ég var fyrst kosinn í stjórn Matsveina- og veitinga- þjónafélags Islands árið 1945, var því hreyft innan félagsins, að vinna þyrfti að því, að koma upp sérskóla fyrir matreiðslu- manna og framreiðslumanna- stéttina, enda höfðu þessar starfs- greinir verið fjórum árum áður viðurkenndar sem iðngreinar. Og um haustið það ár fór fram fyrsta sveinspróf í þessum greinum. Var því ekki undarlegt, þó stétta- félagið teldi rétt, að unnið skyldi að því að koma upp þessum sér- greinaskóla. Eftir að færustu menn stéttarfélagsins höfðu rætt þetta mál allmikið, varð þeim Ijóst, að þegar tekin var ákvörð- un um að byggja Sjómannaskóla- húsið á sínum tíma, og það vígt umrætt haust, réttum mánuði eftir að fyrsta sveinspróf fór fram, eins og áður er getið, hafi byggingarnefnd þess gert ráð fyrir að pláss yrði í þeim húsa- kynnum fyrir menntasetur mat- reiðslumanna á fiskiskipum. En af annarlegum ástæðum, eftir því sem séð varð, mun bygging- arnefnd hafa talið rétt að hafa stéttarfélag þessara manna utan borðstokks, þegar þessi mál voru yfirveguð innan nefndarinnar. Frv. að lögum fyrir skólann var lagt fram í upphafi Alþingis 1946 af þáverandi ráðherra þess- ara mála, Emil Jónssyni, og varð þetta lagafrumvarp mikið hita- mál milli deilda Alþingis. Fékk frv. þá ströngustu meðferð, sem eitt lagafrumvarp getur samkv. VlKINGUE Tryggvi Þorfinnsson, skólastjóri. þingsköpum fengið. Var það rætt við f jórar umræður í hvorri þing- doild, og hafnaði að lokum hjá Sameinuðu þingi, og er það því nær einsdæmi að slíkt komi fyrir. Ráðherra bar frv. fram í neðri deild og bar það þá fyrirsögn- ina „Frv. til laga um Matsveina- og veitingaþjónaskóla", og var þar lagt til að stofnaður skyldi og haldinn í Reykjavík skóli fyr- ir matreiðslumenn og fram- reiðslinnenn, og skyldi aðsetur hans vera í Sjómannaskólahús- inu. Skyldi skólinn veita hag- nýta fræðslu þeim, sem gerast vildu matsveinar eða veitinga- þjónar á skipum eða á gisti- og veitingahúsum. Þannig afgreiddi neðri deild frv. til efri deildar. Efri deild breytti frv. mikið, taldi að hér ætti að stofna skóla fyrir matsveina á skipum, með heimild til að kenna þar starfs- fólki í veitingahúsum, og breytti eíri deild fyrirsögn frv. í „Frv. til laga um Matsveinaskóla Is- lands“. Frá efri deild fór frv. þannig breytt til einnar umr. í neðri deild. Neðri deild vildi ekki una breytingum efri deildar, og end- ursendi til efri deildar frv. eins og það fór þangað áður, og fékk því frv. sitt upprunalega heiti o. s. frv. En efri deild vildi ekki una þessu, og sendi frá sér frv. með fyrirsögninni „Frv. til laga um Matsveinaskóla Islands". Fékk þá Sameinað þing þetta frv. tii endanlegrar meðferðar, eins og þingsköp mæla fyrir. Samein- að þing gerði frv. að lögum á síð- ustu dögum sínum, og varð það að lögum, á þann hátt er neðri deild lagði til. Lög um Matsveina- og veitingaþjónaskólann voru staðfest af Forsetaíslandssemlög nr. 82, 5. júní 1947.1 lögum þess- um er svo fyrir mælt, að stofna skuli og halda í Reykjavík skóla, er nefnist Matsveina- og veit- ingaþjónaskóli, aðsetur skólans skuli vera í Sjómannaskólahús- inu. Ennfremur segir í þessum lögum að kennsla skuli vera bæði bókleg og verkleg. og námsgrein- ir ákveðnar í reglugerð. 1 5. gr. laganna segir að ríkis- stjórninni sé heimilt að láta starf- rækja mötuneyti og matsölu í sambandi við skólann og í 8. gr. að allur kostnaður við skólahald, mötuneyti og matsölu skuli greið- ast úr ríkissjóði. Fyrstu árin eftir að lögin Eftir Böðvar Steinþórsson, bryta 829
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.