Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 35
Taktu ekki mark á þessu. ÞaS er strákasiSur aS flauta á kvenfólk.
Óli „kjaftur" fór eitt sinn til
tannlæknis til að fá setta í sig
tönn.
— Opnið munninn, sagði tann-
læknirinn, betur — betur.
— Nú, hver andsk.. hrópaði Óli.
— Ætlarðu ekki að standa fyrir
utan?
Tannlæknirinn leit inn í kokið á
Óla.
— En sú hola!
— Það bað þig enginn að segja
það tvisvar!
Ég sagði það ekki tvisvar, hróp-
aði tannlæknirinn öskuvondur, hitt
var bergmál!
Ungu nýríku hjónin höfðu ráðið
garðyrkjumann til að skipuleggja
garðinn.
— Hvað ætlið þér að planta
þarna? spurði unga frúin.
— Það er silfurgreni.
— Ég var búin að segja yður, að
hér á ekkert að spara. Hérna skul-
uð þér planta gullreyni!
Við að líta um öxl skilur maður
lífið, en til að lifa því, verður mað-
ur að horfa áfram.
* * -K
Þakklátsemi er ekki aðeins mest
allra dyggða — hún er upphaf ann-
arra dyggða.
-K * *
Hann: Ja, mikil er tæknin, nú
geta þeir sent ýmsa hluti út í geim-
inn, sem aldrei koma aftur.
Hún: Mér fyndist þú ættir strax
að fara að ryðja til á skrifborðinu
þínu!
-K -x -K
Það var við kalda borðið í veizlu.
Einn gesta hafði „þríhlaðið," þegar
konan hans sagði:
— Skammastu þín ekki, Jón fyr-
ir hvað þú borðar mikið.
— Onei, vina mín, ég sagði þeim
í síðustu ferðinni, að ég væri að
sækja fyrir þig!
Alltaf sjálfum sér líkur.
Sparisjóðsstjóri í smábæ úti á
landi gerði sér það til dundurs í ell-
inni að afgreiða á benzínstöð.
Eitt sinn kom bílstjóri og bað um
50 lítra af benzíni.
— Hvert ætlar þú að halda, góð-
urinn?
Bílstjórinn nefndi staðinn og að
hann ætlaði að fá benzín, sem ent-
ist til baka.
Sparisjóðsstjórinn fór nú að
reikna.
— Ég fæ ekki betur séð, góður-
inn, en að þú getir vel komist af
með 25 lítra.
-K -k -K
AfsakiS, ég hélt þetta vœri
stýrimaðurinn.
VÍKINGUR
315