Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Qupperneq 4
— Jú, það er það, sem ákaf-
lega vel getur skeð, því ég hefi
heyrt að Gísli heitinn Oddsson
hafi haft það fyrir sið að keyra
upp með djúpinu í norðaustan-
byljum og myrkri og taka ísa-
fjörð.
— En það getur ábyggilega
orðið sjóvont á álkantinum.
— Nú, jæja. Það fer aldrei ver
en það að við missum trollið, og
ég sagði Kidda að við skyldum
láta það fara. Það hefur eflaust
borið austur og dýpkað á meðan.
Við köstuðum og létum 225
fðm. aftur. Við náðum því í
blökkina eins og það var kallað,
heldur ekki meira, því að vörmu
spori rykkti heldur hressilega í
og að líkindum var ekki búið að
lina á bremsunum, því forvírinn
söng í sundur í topprúllunni í
forgalganum. Það lét ekki standa
á sér að lenda í honum.
Byrjaði nú einhver sá leiðin-
legasti skakstur, sem ég hefi lent
í — slaka og hífa, keyra í allar
áttir, slaka og hífa og keyra, allt-
af í nýjar áttir og eftir 3 tíma
gafst ég upp, þar sem aldrei var
lát á neinu og búinn að reyna
allt sem mér datt í hug. Við hífð-
um á niðurstöðu á afturvírnum,
og vorum að vona að brakkets-
keðjan færi ef trollið ekki losn-
aði, en það var nú ekki svo vel,
því eftir langa mæðu og ferleg
átök söng vírinn í sundur í Topp-
rullunni og vorum við nú lausir
við trollið að viðbættum 300
föðmum af trollvír, og kostaði það
okkur ferðalag til Patreksfjarð-
ar. Þar fengum við trollvíra hjá
þeim Vatneyrarbræðrum eins og
oftar ef einhverjum lá á.
— Ég lét lóða í festunni og
voru 65 fðm. Hefði ég ekkert hik-
að, hefði ég að líkindum sloppið.
Það hefur borið austur og dýpk-
að meðan við létum reka. Ég tel
alveg öruggt að Leifur Heppni
liggi utast á öðru sundi á 65 fðm.
Spillirinn blindan undir Geltin-
um. Var nú draumurinn ræki—
lega kominn fram.
Ég kastaði ekki aftur í þessum
túr á þessum slóðum. En ég hefi
varla komið svo vestur að ég hafi
ekki kastað þarna og aldrei rek-
ið mig á, og oft fiskað vel. En ég
hefi forðast 65 fðm. utast í öðru
sundi. Þegar sást til annars,
forðaðist ég alla 65 faðma á
þessum slóðum þegar dimmt var.
Það er að líkindum hægt að draga
snörrevoð þarna, en ég er ekki
klár hvernig þessi bleiða stendur
af sér við 12 mílurnar, en þarna
er oft mikill fiskur og það ekki
síður að vetrinum í nóvember og
desember.
Þetta er miiVið á norðausturkantinum á Hafnarál út af Kögri.
MiSin, sern örvarnar benda á skulu miSast viS Hœlavíkurbjarg. ÞaS verSur aS toga upp og út álkantinn á dýpinu milli 28 og 45 faSma
í norSaustur kuntinum. Þarna er ágœtur botn jyrir togbáta, og ég hugsa snörrevoS líka, frá fjórum mílum, og gott klukkutíma tog
til NNV og SSA, því á þessum slóSum er afar oft fiskur, en beztur í september og oklóber, jafnvel lengur. ASallega er þarna stór
ýsa og koli, annars allar tegundir. En umfram allt má ekki fara neitt upp í SV-hallann, ekki einu sinni á togara meS bobbinga, þótt
frjálst vœri. ÞaS er einnig vel af steinbít niSur í álnum á vorin.
-<?>
Sjómannablaðið VÍKINGUR
óÁar ötlum laadc
%
ómoaaum
letilecjsV'a Jóla
®—
284
----------<*>
VÍKINGUR