Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 52
Þegar Vélstjórafélag Islands
átti 50 ára afmæli 20. febr. 1959
Ávarp eftir Hallgrim Jónsson, flutt í 50 ára hófi
félagsins að Hótel Borg.
Hallgrímur Jónsson.
Þegar við nú lítum til baka yfir farinn veg, þá
sjáum við í huganum ýmis atvik sem eru okkur
öðrum fremur minnisstæð, og hafa ef til vill skipt
máli í ákvörðunum okkar í lífinu. Sum jafnvel
verið úrslitaatriði til mikillar lífshamingju, eða
þá til hins gagnstæða. En hæst mun þó bera end-
urminningin um góða samferðamenn sem horfn-
ir eru sjónum — fluttir yfir móðuna miklu. Sumir
voru ef til vill nánir og góðir vinir, aðrir sam-
starfsmenn að sameiginlegum áhugamálum um
langan. tíma. Við, semhérerumstöddnú,minnumst
og gleðjumst yfir farsælli þróun vélstjórasamtak-
anna á umliðnum 50 árum, mættum hafa í huga,
að sumir sem hér lögðu hönd á plóginn, jöfnuðu
völlinn og lögðu undirstöðuna, og voru með að
byggja upp samtökin um margra ára skeið, eru
nú fluttir héðan. Þessir menn eru nú orðnir marg-
ir. Má geta þess til dæmis, að á 5 árum heimsstyrj-
aldarinnar síðustu, létu lífið af völdum hernaðar-
ins um 20 vélstjórar. Ægir hefur og löngum verið
okkur íslendingum skeinuhættur. Nú undanfarna
daga hefur hann á ný höggvið stór skörð í hóp
íslenzku sjómannanna, og menn úr okkar röðum
voru þar á meðal, sem lengi höfðu starfað og við
góðan orðstír.
Við sendum ástvinum hinna látnu hlýjar sam-
úðarkveðjur. Við metum og þökkum hlutdeild allra
þessara manna í farsælu starfi samtakanna. Þeir
sem nú lifa og aðrir sem á eftir koma inn í rað-
irnar, njóta ávaxtanna af þeirra erfiði.
Mér finnst vel við eiga að við helgum þeim —
með þögn — eina mínútu á þessari samkomu, með
virðingu og þökk fyrir vel unnin sterf.
Þegar við í dag hyllum samtök íslenzku vélstjór-
anna eftir 50 ára starfsemi, verður að sjálfsögðu
efst á baugi spurningin um það, hvað þau hafi
afrekað, og þá eigi síður hitt, hvort þau hafi verið
þjóðfélaginu gagnleg.
832
Það yrði of langt mál að draga hér fram, þó
ekki væri nema það helzta sem á dagskrá samtak-
anna hefur verið, og það er ógerningur að geta
sér til, hvernig aðstaða vélstjóranna væri nú, til
dæmis um atvinnuréttindi og launamál, ef sam-
tökin hefðu aldrei verið mynduð. Það er nánast
sagt ekki hægt að hugsa sér neinn starfshóp eða
atvinnustétt án félagssamtaka eins og sambýlis-
háttum í þjóðfélaginu er nú komið, og við þann
hugsunarhátt miðað sem ríkt hefur.
Það vill nú svo til að ég get af nokkrum kunn-
ugleik og reynslu borið um þetta. Og hika ég ekki
við að fullyrða að einstaklingar innan samtak-
anna hafa notið góðs af þeim í ríkum mæli.
Hið þjóðfélagslega gagn af verkalýðshreyfing-
unni, en til hennar verður að telja þessi samtök,
er að sjálfsögðu mikið, og hefði getað orðið meira,
ef tregðulögmálið væri ekki svo ríkt í mannfólk-
inu. En margir telja þó að hér komi ýmislegt
til frádráttar, er því naumast tímabært að draga
ályktanir eða slá neinu föstu um það.
Það hefur lengst af verið hljótt um Vélstjóra-
félag Islands. Það hafa aldrei verið þversíðufyrir-
sagnir um það í blöðunum, og enn síður um unna
„sigra“ þess. Á öld auglýsinganna mætti af því
ráða að þar hafi aðeins „litlir karlar" verið að
verki og lítið verið gert. En hávaðinn og skvaldrið
er ekki ávallt réttur mælikvarði á það, hve mikið
er unnið, og ekki heldur á það hvað vinnst.
Það voru þrjú megin stefnumál sem íslenzku
vélstjórarnir lögðu upp með og höfðu á stefnu-
skrá sinni:
Það fyrsta var að þeir vildu fá stofnaðan skóla,
sem sæi um nauðsynlega sérmenntun vélstjóra-
efna og miðað væri við kröfur tímans. Það ann-
að, þeir vildu fá sett lög um atvinnuréttindi vél-
stjóra, þ. e. lög um vélgæzlu á ísl. skipum, miðaða
við skipastærð, nám og hæfni vélstjóranna.
Það þriðja var, að þeir töldu sig eiga hlut frá
VlKINGUR