Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 67
Klipperskipin fóru meira en 400 mílur á sóbrhr,
Timburmaðurinn, sem smíðaði heimsins hraðskreiðustu seglskip
Öll höfum við heyrt um eða séð myndir af
hinum línufalleg'u meistaraverkum, sem sigldu
um heimshöfin fyrir skínandi fögrum þönd-
um seglum. Seglskip, sem náðu topphraða
með vindinn einan sem drifkraft. Það var
ótrúlegt, en frægust þessara seglskipa „Klipp-
erskúturnar“ náðu slíkum hraða, að það tók
eimskipin 80 ára þróun að ná sama hraðan-
um.
í marzmánuði 1853 mældist seglskipið
„Sovereigns of the Sea“ fara 421 sjómílu á 24
tímum. Draumurinn að ná þessum töfrahraða
var uppfylltur..
Maðurinn að baki „Sovereigns of the Sea“
var Donald McKay. Timburmaðurinn frá Nova
Scotia, sem varð mesti skipasmiður Banda-
ríkjanna. Hann skóp nýtt framfaratímabil,
sem hann sá blómstra, en lifði það einnig að
sjá það líða undir lok. Mektartími Klipper-
skipanna var stuttur en áhrifaríkur.
Mjóhumlar huíttinx.
1 rúm 20 ár sigldu amerísku
klipperskúturnar um öll heimsins
höf. Vegna hins mikla hraða
þeirra fengu þær verðmestu
fragtirnar, og þetta veitti Amer-
íku um stund verzlunarforrétt-
indi á hafinu. Hraði klipperskip-
anna voru peningar.
Árið 1840 sigldu „te—clippers"
milli vesturstrandar Ameríku og
Kína og sigldu 300 mílur á 24
tímum. Bandaríkjamenn dreymdi
um að koma þessum hraða upp í
400 sjómílur, en gömlu ensku
kaupskipaskipstj órunum hraus
hugur við og litu á þetta sem
hverja aðra ameríska dellu.
En draumurinn varð að veru-
leika. Og fyrr en nokkur hafði
búist við. Donald McKay hét
maðurinn, sem veitti Ameríku
yfirráðin á hafinu. En hver var
þessi timburmaður og þessi
skipasmiður?
Hann fæddist í Nova Scotia
árið 1810 og óx upp við kröpp
kjör. Hann lærði snemma að
vinna, og 16 ára gamall fór hann
til New York til að læra trésmíði.
Hann varð að vinna baki brotnu
fyrir kaupi sínu.
Fyrir 16 tíma vinnu daglega
fékk hann tvo og hálfan dollara
á viku. En hann tileinkaði sér
allt um möguleika timbursins.
Síðar komst hann að hjá skipa-
smiðnum Isaac Webb og lærði
skipasmíði. Hann lærði að höggva
VÍKINGUR
Teikning af Donald McKay.
til bönd, stefni, kjöl o.s.frv. Öll
vinna var framkvæmd með hand-
verkfærum. — Skipshlutar, sem
vógu eitt tonn eða meira, voru
hífðir á handafli.
McKay var einbeittur náungi.
Hann vann endalaust og sparaði
hvern aur. Mann hélt sig frá
drykkjukrám, spilavítum og stöð-
um, sem buðu upp á enn meiri
freistingar. Að loknu námi flutt-
ist hann til Newburyport í
Massachusetts og þar smíðaði
hann árið 1842 eftir pöntun
fyrsta farartæki sitt. Það var
skip, sem hét „Courier,“ 392
tonn að stærð. Fallegt skip, sem
átti að vera í Suður-Ameríku
kaffiflutningunum. Hinir íhald-
sömu í sjávarútvegsmálum voru
sem steini lostnir er þeir sáu
skipið.
„Farmdýr hafsins,“ hin ensku
kaupskip, höfðu fram að þessu
verið fyrirmynd um hvernig
kaupskip áttu að vera. En þessi
klunnalegu skip líktust lítið
„Courier."
McKay hafði smíðað skipið
með næstum flötum botni og
rennilegum bóg. — Gömlu kaup-
förin voru með V myndaðanbotn.
1 fyrstu för „Courier“ kom
einnig í ljós að McKay hafði á
réttu að standa. Skipið var miklu
gangmeira og lauk ferðinni á
skemmri tíma, sem munaði mörg-
um dögum.
Þegar litið er aftur til þess
tíma er McKay smíðaði „Cour-
ier,“ þá höfðu Ameríkumenn
þegar í Napoleonsstyrjöldunum
hafið smíði á liðlegum grunn-
skreiðum skipum til að losa um
hafnbann Breta.
Heitið ,,Clipper“ kom þá fyrst
fram, clip along þýðir að fara
með mikilli ferð.
Og klipperskipin báru sannar-
lega nafn sitt með rentu. Hraði
þeirra stytti mjög ferðatímann
til Kína. Einn einasti sólarhring-
ur í tímaspörun gat þýtt 2000
dollara í auknu verðmæti á skips-
farmi, því að þessi skip fluttu
mikið te frá Kína, en teið var
viðkvæmt og þoldi illa að geym-
34'i